Fara í efni

Félag fagfólks um offitu stendur fyrir ráðstefnunni Heilsan á vogarskálarnar - heiðarlegt samtal um offitu

Félag fagfólks um offitu stendur fyrir ráðstefnunni Heilsan á vogarskálarnar - heiðarlegt samtal um …

Félag fagfólks um offitu stendur fyrir ráðstefnunni Heilsan á vogarskálarnar - heiðarlegt samtal um offitu sem haldin verður mánudaginn 18. september 2017 í Salnum í Kópavogi.

Hún Sólveig Sigurðardóttir sem er með lífsstílsbloggið lifsstillsolveigar.com svarar hér nokkrum spurningum vegna ráðstefnu FFO sem er á morgun mánudag. Sjá dagsskrá neðar. 

Miðað við þína reynslu hvað hjálpar fólki sem stendur í sömu sporum og þú varst í fyrir nokkrum árum síðan mest við að leggja af stað í lífsstílsbreytingar?

Ég myndi mæla með að fá góða hjálp. Ekki hlaupa á eftir skyndilausnum. Kynna sér hvað er í boði og finna það sem hentar. Einnig að leggja megrunar og skyndilausnir á hilluna. 

Finnst þér að viðhorf og framkoma fólks gagnvart þér hafi breyst eftir að þú tókst þína mikilvægu ákvörðun um að breyta um lífsstíl?

Viðhorfið hefur breyst mikið. En ætli stóra málið sé ekki líka að mitt viðhorf til sjálfrar mín hefur breyst það mikið að ég upplifi lífið bjartara. En því er ekki að neita offitusjúklingurinn fær oft skrýtna þjónustu, augngotur og dómharkan er slæm.

Hvað finnst þér vera brýnast í baráttunni við offituna og á sviði forvarna miðað við þína reynslu?

Forvarnirnar þurfa að vera til en mér finnast forvarnirnar í dag hálf marklausar. Eins og fólk þori ekki að tala upphátt um offituna. Fólk er hrætt við að verða dæmt. Hvort sem það er offitusjúklingurinn sjálfur eða umhverfið. Ég vil sjá meiri forvarnir og lifandi. Að það sé í boði fjölskylduhjálp fyrir fjölskyldur í vanda. Leggja meiri áherslu á góðan heimalagaðan mat. Að fólk gefi sér meiri tíma við val á mataræði. Að hjálpina sé að finna innan heilsugæslunar til dæmis. Meiri fræðsla minni fordómar.

Að lokum

Að mínu mati getum við verið hraust með nokkur aukakíló. Ég einblíni ekki mikið á að missa kíló. Tók þá ákvörðun að reyna heldur að fá heilsuna til baka. Heilsan mín var orðin ansi slöpp. En í dag eftir lífsstílsbreytingu hef ég náð að borða af mér 50 kíló og ná heilsunni til baka. Er ég í kjörþyngd? Veit ekki hvað það er einu sinni, en hver og einn ber ábyrgð á sinni heilsu. Það þarf stundum að fá utanaðkomandi hjálp við að koma sér af stað. En heilsan ætti að vera númer 1-2 og 3 í þessu öllu.

 

Félag fagfólks um offitu stendur fyrir ráðstefnunni Heilsan á vogarskálarnar - heiðarlegt samtal um offitu sem haldin verður mánudaginn 18. september 2017 í Salnum í Kópavogi.

09.30  Móttaka og skráning

10.00  Setning

10.10 Fæðuval kvenna og þyngdaraukning á meðgöngu

            Laufey Hrólfsdóttir næringarfræðingur og PhD nemi í næringarfræði

10.30  Allir út saman:útivera og náttúrustundir barna á Íslandi og Noregi

            Kolbrún Kristínardóttir, sjúkraþjálfari

10.50  Át-og þyngdarvandi:reynsla og lausnir með áherslu á matarfíkn

            Ólöf Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður náms í ljósmóðurfræði

11.10  Konur í yfirþyngd: með átröskun hjá átröskunarteymi geðsv.     Landsp.

            Birna Matthíasdóttir, listmeðferðarfræðingur

11.30  Offita án ofþyngdar

            Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfr. Menntavísindasv. HÍ 

 

Hlé

 

12.30  Móttaka og skráning

13.00  Setning

            Erla Gerður Sveinsdóttir, formaður FFO

13.10  Opnunaratriði

13.15  Dying for a bite:obesity and childhood trauma

            Chris John MSc

14.00  Tengsl geðrænna erfiðleika og offitu hjá börnum

            Sigrún Þorsteinsdóttir, sálfr. hjá Heilsuskóla Barnaspítalans

14.20  Er hægt að meðhöndla þunglyndi með lífsstílsbreytingum?

            Ingibjörg Gunnardóttir, prófessor í næringarfræði við HÍ

14.40  Áhrif þarmaflóru á líkamsþyngd, efnaskipti og langvinnar bólgur

            Birna G. Ásbjörnsdóttir, meistaragráða í næringarlækningum

15.00  Kaffihlé

15.30  Sidekick: Heilsa og lífsstíll

            Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsuhagfræðingur

15.50  The weight of the world:Living with Obesity

            Vicki Mooney, Obesity patient, Advocate & General Secretary of the         EASO Patients Council.

16.15  Borðum okkur til betri heilsu!

            Sólveig Sigurðardóttir, Lífsstíll Sólveigar, situr í sjúklingaráði EASO

16.40  Ráðstefnusllit

Skráning á ffo@ffo.is eða í síma 697 4545
Verð kr. 9.900.-

Fésbókarsíða viðburðar er HÉR