Fara í efni

Hefur þig alltaf langað læra að standa á höndum?

Hefur þig alltaf langað læra að standa á höndum?

Eða kanntu það og langar að auka getu þína enn frekar?

Þá er helgar handstöðunámskeið Primal fyrir þig!


Þátttakendur fá persónulega handleiðslu sem miðuð er að getu hvers og eins og námskeiðið hentar því öllum.

Kennt verður 5. og 6. október.

Tveir hópar verða í boði:

Byrjendahópur frá kl. 12.00-14.15
Framhaldshópur frá kl. 14.30 til 16.45

Farið verður yfir undirstöðuatriði handstöðunnar á skilvirkan hátt sem gefið hefur góða raun á námskeiðum Primal.
Einnig verður farið yfir mismunandi gerðir handstöðunnar, allt frá fimleikum, crossfit og breik dansi yfir í sirkus og dans og kostir og gallar hverrar aðferðar ræddir.

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist færni og getu hratt og verður því sérsniðin heimavinna hluti af prógramminu.

Aðferðirnar sem stuðst er við koma úr öllum áttum, en Helgi hefur lært hjá fólki á borð við Mikael Kristiansen, Matt Pasquet, Yuri Marmerstein, Nicolas Montes de Oca, Sammy Dinneen og sótt tíma hjá The London School of Handbalancing and Acrobatics.

Um Helga:
Bakgrunnur Helga kemur ekki úr fimleikum eða íþróttum sem gengu út á að standa á höndum eða vera almennt mikið á hvolfi. Hann varð hinsvegar heillaður af handstöðunni fyrir u.þ.b. 3 árum þegar hann áttaði sig á því að í henni fælist miklu meiri dýpt en einungis líkamsrækt.

Upp frá því varð ekki aftur snúið og undanfarin ár hefur hann sótt fjölmörg námskeið um víðan heim til að öðlast sem víðtækasta reynslu. Hann hefur einnig stundað fjarþjálfun hjá erlendum þjálfurum og þá helst frá Emmet Louis og Mikael Kristiansen.

Verð: 15.000 kr
Kennari: Helgi Freyr (https://www.instagram.com/helgi_freyr/)
Staðsetning: Primal Iceland, Faxafen 12
Tímasetning:

Kennt verður 5. og 6. október.
Tveir hópar verða í boði:

Byrjendahópur frá kl. 12.00-14.15
Framhaldshópur frá kl. 14.30 til 16.45

Skráning og nánari upplýsingar á helgi@primal.is. Endilega hafið með í póstinum hvaða hóp þið viljið skrá ykkur í.