Fara í efni

Vefjagigt, náin sambönd og kynlíf

Rannsóknir sína að allt að 70% þeirra sem glíma við vefjagigt og langvinna útbreidda verki eigi við einhver vandamál að stríða tengd kynlífi og niðurstaða nýlegrar rannsónar er að vandinn sé slíkur að meðferð við vandamálum tengd kynlífi eigi að vera hluti af meðferð einstaklinga.
Vefjagigt, náin sambönd og kynlíf

Rannsóknir sína að allt að 70% þeirra sem glíma við vefjagigt og langvinna útbreidda verki eigi við einhver vandamál að stríða tengd kynlífi og niðurstaða nýlegrar rannsónar er að vandinn sé slíkur að meðferð við vandamálum tengd kynlífi eigi að vera hluti af meðferð einstaklinga.

Staðan í dag er ekki sú og flestir bera harm sinn og vanda í hljóði. En það eru mörg bjargráð til og við eigum sérfræðinga á þessu sviði og einn af þeim, Jóna Ingibjörg klínískur kynfræðingur, mun halda námskeið “Vefjagigt og náin sambönd” í Þraut ehf - miðstöð vefjagigtar laugardaginn 5. september. Þetta er námskeið sem margir hafa beðið eftir.


Námskeið: Vefjagigt og náin sambönd

Námskeiðslýsing: 

Langvinnir sjúkdómar, þar með talin vefjagigt og skyldir sjúkdómar geta haft áhrif á lífsgæði, þar með talið náin sambönd og kynlíf. 

Á þessu hálfs dags námskeiði verður fjallað um: 

-Tengsl kynlífs og nándar við líkamlegt og andlegt heilsufar
- Stöðu þekkingar á áhrifum vefjagigtar á kynlíf og kynsvörun, kynferðislega sjálfsmynd og náin sambönd
- Helstu úrræði sem geta eflt kynlífsheilbrigði og vellíðan

Leiðbeinandi: 

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og klínískur kynfræðingur
Hvenær: Laugardaginn 5. sept. kl. 10:00 -13:30
Fyrir hverja: Einstaklinga með vefjagigt og skylda sjúkdóma.
Verð: 15.900
Hvar: Í húsnæði Þrautar, Höfðabakka 9. 
Skráning í síma 5557750 eða á netfangið sonja@thraut.is

Jóna Ingibjörg klínískur kynfræðingur

Fengið af vef vefjagigt.is