Fara í efni

Margar konur velja að láta laga á sér augnlokin

Það geta verið margar ástæður á bak við þessa lagfærinu og er þetta ekki alltaf gert eingöngu til að fegra andlitið.
Augnlok eru oft lagfærð með aðgerð
Augnlok eru oft lagfærð með aðgerð

Það geta verið margar ástæður á bak við þessa lagfærinu og er þetta ekki alltaf gert eingöngu til að fegra andlitið.

Mig langað að kynna mér þessa aðgerð og fann ég þessar upplýsingar á síðu sem Ágúst Birgisson lýtalæknir er með.

Afhverju þarf að láta lagfæra augnlok?

Eitt af fyrstu merkjum öldrunar eru þung augnlok. Augnlokin verða fyrr fyrir öldrunaráhrifum en aðrir líkamshlutar. Fyrsta merkið er að augnlokin bólgna upp á morgnana, svo verða þau bólgin meirihluta dagsins og að lokum byrja að myndast hrukkur.

Á efri augnlokum má sjá aukahúð eða húðfellingar. Þetta stafar af minnkandi teygjanleika húðarinnar. Í einstaka tilfellum getur þessi aukahúð eða húðfellingar náð fram yfir augnlokin eins og gardína og byrgt fyrir sjón, sérstaklega til hliðanna. Stundum verður einnig eins konar fyrirferðaraukning bak við augnlokin, sem stafar af því að fitulag er farið að skríða fram undir húðina.

Aðgerðin sjálf.

Mismunandi er hvort gera þarf augnloka aðgerð bara á efri augnlokum eða þeim neðri. Stundum þarf að gera aðgerð bæði á efri og neðri. Aðgerð á efri augnlokum er hægt að gera í staðdeyfingu en oft er valin svæfing þegar neðri augnlok eru löguð. Þegar aðgerð er gerð á efri augnlokum er skorðið c.a 6-7 mm. frá efri augnhárum og samsíða hrukkulínum þannig að örið sjáist sem minnst. Til hliðar nær örið oft rétt yfir augnumgjörðina og er samsíða hrukkulínunum.

Við aðgerð á neðri augnlokum er skurðurinn lagður rétt fyrir neðan neðri augnhárin og til hliðar rétt utan við augnlokaumgjörðina. Ef aðeins er þörf á að fjarlægja fitu er hægt að gera þetta í gegnum slímhúð innra augnloks og verður örið þar með ósýnilegt.

Eftir svona aðgerð liggur þú í 1-2 klukkustundir með kaldar umbúðir á augunum til að minnka bólgu eftir aðgerð. Venjulega finnur maður aðeins til þegar deyfingin fer úr, eftir það eru mjög vægir verkir eða aðeins smá óþægindi.

Þegar heim er komið á að nota rakar kaldar umbúðir til að minnka bólgu. Þar til saumarnir eru teknir, eftir um það bil 4-5 daga áttu að taka því mjög rólega. Ekki beygja þig fram og hafðu höfuðið alltaf í hálegu (settu 2-3 kodda undir höfuðið þegar þú leggur þig) Mar og mesta bólgan hverfur á c.a 10 dögum.

Augnlinsur máttu ekki nota í 7-10 daga eftir aðgerð. Sama gildir um krem og andlitsfarða.

Venjulega er hægt að hefja vinnu aftur 7-10 dögum eftir aðgerðina.

Og HÉRNA er linkur á heimasíðu hjá Ágústi Birgissyni lýtalækni.