Fara í efni

Ball slams: Kraftæfing sem býður upp á marga möguleika

Ball slams: Kraftæfing sem býður upp á marga möguleika

Hvernig væri að breyta til í æfingunum og fá góða útrás með Ball slams?  Þessar upplýsingar eru teknar af síðunni Fagleg fjarþjálfun þar sem Vilhjálmur íþróttafræðingur mælir með þessari æfingu.

"Ball slams er ein af mínum uppáhalds æfingum. Ég nota hana með marga af mínum kúnnum, hvort sem um er að ræða atvinnu íþróttamenn eða fólk sem er að vinna í að losa sig við lýsið. Æfingin er það fjölbreytt og auðvelt að sníða hana inn í æfingakerfi eftir markmiðum.

Þegar verið er að vinna að aukinni kraftmyndun, þá þarft boltinn að vera þungur, en þó ekki það þungur að ekki sé hægt að mynda hröðun í gegnum hreyfinguna. Markmiðið er að þruma boltanun niður af öllu afli og unnið er í fáum endurtekningum.

Ball slams I

Ball slams II

Ball slams III

Ball slams IIII

Þetta er ein af fáum kraftæfingum sem ég nota einnig þegar ég er að vinna með þol. Ástæðan er einföld, æfingin er ekki tæknilega flókin, þó vissulega séu þættir sem þarf að huga að. Mótstaða er frekar létt, sé borðið saman við þungar stangir í ólympískum lyftingum til dæmis. Ef þú þrumar boltanum niður af öllu afli, þá get ég lofað þér að púlsinn fer hratt upp.

Þó svo hægt sé að meiðast í öllum æfingum, þá eru frekar litlar líkur að meiðast í þessari æfingu, samanborið við aðrar tæknilega flóknar kraftæfingar.

Um að gera að prófa og ekki vera feimin/n við að “slamma” boltanum kröftulega í gólfið, nema auðvitað að einhver brjálaður búi fyrir neðan þig."

Birt með leyfi af vefnum Fagleg fjarþjálfun