Fara í efni

HVERNIG ER HÆGT AÐ DRAGA ÚR OG KOMA Í VEG FYRIR ÁLAGSEINKENNI / VERKI Í TENGSLUM VIÐ KYRRSETU?

HVERNIG ER HÆGT AÐ DRAGA ÚR OG KOMA Í VEG FYRIR ÁLAGSEINKENNI / VERKI Í TENGSLUM VIÐ KYRRSETU?

Margir fullorðnir einstaklingar eru í umhverfi sem krefst mikillar kyrrsetu (1). Ráðleggingar um hreyfingu fyrir fullorðinn einstakling eru 30 mínútur á dag af meðalerfiðri eða erfiðri hreyfingu sem skipta má upp í styttri lotur yfir daginn (2). Með því að fylgja þessum ráðleggingum er meðal annars hægt að draga úr líkum á lífstílstengdum sjúkdómum og stoðkerfisverkjum (2).

Mikilvægt er að fylgja þessum ráðleggingum, en það nægir þó ekki ef viðkomandi er í mikilli kyrrsetu hinar klukkustundir dagsins (3, 4). Rannsóknir hafa sýnt að mikil og löng kyrrseta hefur slæm áhrif á heilsu óháð hreyfingu í frítíma. Þar sjáum við að þrátt fyrir að ná þessum 30 mínútum á dag af meðalerfiðri eða erfiðri hreyfingu að þá þarf einnig að huga að því að draga úr kyrrsetu hinar klukkustundir dagsins (3, 4).

Erfitt er fyrir líkamann að sitja lengi og því er mælt með að standa upp á 20-30 mínútna fresti, ganga smá hring inn eða úti og setjast svo aftur við skrifborðið (5, 6).  Sýnt hefur verið fram á árangur þess að sitja og standa til skiptis við skrifborðið í tengslum við álagseinkenni / verki ásamt skilvirkni í vinnu (7). Gott er að miða við 20-30 mínútur í senn þegar staðið og setið er til skiptis við skrifborðið (5, 6).

Álagseinkenni / verkir koma oftar en ekki útfrá slæmri líkamsstöðu og líkamsbeitingu yfir lengri tíma. Það að huga að líkamsstöðunni er grundvallaratriði til að fyrirbyggja og/eða draga úr líkamlegum álagseinkennum og verkjum (8, 9).

Nokkrir punktar sem gott er að huga að í tengslum við líkamsstöðu:

Standandi staða:

  • Losa um hnén (ekki læsa þeim).
  • Virkja kviðvöðva til að kom í veg fyrir fettu í mjóbaki . . . LESA MEIRA