Fara í efni

Hvers vegna er of lítill svefn slæmur fyrir heilsuna?

Áhrif af svefnleysi, eins og slæmt skap og þreyta eru vel þekkt. En vissir þú að svefnleysi getur haft alvarlegar afleiðingar á líkamlega heilsu?
Góður nætursvefn skiptir öllu máli
Góður nætursvefn skiptir öllu máli

Áhrif af svefnleysi, eins og slæmt skap og þreyta eru vel þekkt. En vissir þú að svefnleysi getur haft alvarlegar afleiðingar á líkamlega heilsu?

Hvenær þarftu meiri svefn en vanalega?

 

 

 

Það getur komið upp sú staða að þú þarft meiri svefn en þessa 8 tíma. Það er ekki óalgengt að vilja 10 til 15 tíma af hvíld ef þú ert :

-         Að jafna þig á veikindum.

-         Ef þú ert ófrísk.

-         Ef þú ert með langvarandi sjúkdóm

-         Ef þú hefur verið að hlaupa maraþon eða álíka sem að er mikil áreynsla á líkamann.

Einn af hverjum þremur bretum fær ekki nægan svefn. Orsökin má vera stress, tölvur eða að taka vinnuna með heim.

Hins vegar að þá leiðir þetta svefnleysi til skapsveifla og þú hefur lélega einbeitingu.

Ef svefnleysi er varanlegt þá áttu á hættu að fá alvarlega sjúkdóma eins og t.d offitu, hjartasjúkdóma og sykursýki -  þetta getur stytt líf þitt til muna.

Það eiga allir að vita að góður nætur svefn skiptir mestu máli fyrir langt og heilbrigt líf.

Hversu mikinn svefn þurfum við?

Flestir þurfa um 8 tíma á nóttu til að vera úthvíldir. Sumir þurfa að vísu minni svefn. Það sem skiptir máli er að finna út hversu mikinn svefn þú þarft.

Reglan er að ef þú vaknar þreyttur og ert allan daginn að hugsa um að leggja þig að þá ertu ekki að sofa nóg.

Margar ástæður geta verið fyrir því að þú sefur ekki nóg. Má þar nefna heilsufar þitt og sem dæmi, kæfisvefn. En í flestum tilvikum er of lítill svefn orsök slæmra svefnvenja.

Hvað gerist ef við sofum ekki?

Of mikill svefn.

Það er ekki eins algengt og svefnleysi að sofa of mikið en of mikill svefn getur leitt til ýmissa vandamála.

Of mikill svefn getur orsakasta af líkamlegum vandamálum eins og sykursýki og hjartasjúkdómum.

Samkvæmt the Mental Health Foundation, getur of mikill svefn einnig verið orsökin af þunglyndi.

Eftir nokkrar svefnlausar nætur verður geðheilsan þín afar slæm. Heilinn er í  þoku og þá er afar erfitt að einbeita sér og taka góðar ákvarðanir. Þér fer að líða illa og jafnvel dottar oft yfir daginn. Áhættan á slysum verður meiri.

Hvernig er hægt að bæta svefninn?

-         Svefn eflir ónæmiskerfið

Ef þú nælir þér í allar pestar sem eru að ganga, þá má kenna svefninum um. Langvarandi lélegur svefn hefur áhrif á ónæmiskerfið og þá er erfiðara að vinna úr allskyns veikindum eins og t.d flensu.

-         Svefn getur hjálpað þér í baráttunni við aukakílóin

Að sofa of lítið hefur áhrif á þyngdina. Rannsóknir sýna að þeir sem sofa minna en 7 tíma á nóttu eru 30% líklegri til að verða of feitir.

Er þetta vegna þess að þeir sem sofa of lítið hafa minna af efninu leptin, en það er efnið sem að fær þig til að finnast þú vera saddur. Annað efni, ghrelin er aftur á móti það efni sem að virkjar hungurtilfinninguna.

-         Svefn eflir geðheilsu

Þegar ein nótt af lélegum svefn getur gert þig pirraða daginn eftir að þá kemur það ekkert á óvart að krónískt svefnleysi eykur á langtíma geðsveiflur sem geta svo breyst í þunglyndi og kvíða. 

Þegar fólk sem að er að berjast við kvíða og þunglyndi tók saman þann tíma sem þau sofa á nóttu að þá kom í ljós að þau voru að fá minna en 6 tíma svefn.

-         Svefn getur komið í veg fyrir sykursýki

Rannsóknir  hafa sýnt að fólk sem sefur minna en 5 tíma á nóttu auka áhættuna á því að fá sykursýki. Svo virðist sem að lítill svefn leiðir til sykursýki 2 því líkaminn vinnur glúkósann á vitlausan hátt.

-         Svefn eykur kynhvötina

Konur og menn sem fá ekki nægan svefn hafa lægri kynhvöt og sama og engan áhuga á kynlífi.

Karlmenn sem þjást af kæfisvefni sem truflar nætursvefninn mikið hafa minna af testosterone og þar með lága kynhvöt.

-         Svefn ver þig gegn hjartasjúkdómum

Langtíma svefnleysi tengist hröðum hjartslætti og háum blóðþrýstingi.

-         Svefn eykur frjósemi

Ef þú ert að reyna að verða ófrísk þá skiptir góður nætursvefn miklu máli, bæði hjá konum og körlum. Óreglulegur svefn hefur áhrif á frjósemina því hann dregur úr frjósemishormónunum.

Hvernig er best að vinna upp tapaðan svefn?

Ef þú ert ekki að sofa nóg þá er bara ein leið til að laga það. Ná meiri svefn!

Það gerist ekki á einni nóttu. Ef þú ert búin að vera að berjast við svefnleysi í langan tíma að þá tekur það langan tíma að laga.

Gott er að byrja um helgar og reyna að ná þá auka klukkutíma eða tveimur. Til þess að gera þetta þá verður þú að fara að sofa þegar þú finnur fyrir þreytu að kvöldi til og leyfa líkamanum að vakna sjálfum, alls ekki nota vekjaraklukku.

Þú getur átt von á því að ná 10 tímum í góðum svefni fyrstu nóttina, svo með tímanum þá lagast svefninn smá saman.

Ef þú finnur fyrir þreytu á daginn skaltu alls ekki fá þér kaffi eða orkudrykki. Þeir gefa orku í stuttan tíma en skemma nætursvefninn sem þú ert reyna að koma í lag.

Heimildir: nhs.uk