Fara í efni

Bubba Morthens þekkja allir landsmenn, Heilsutorg fékk hann í smá viðtal

Bubbi spilaði í Kaupmannahöfn s.l helgi. Hann er einnig að æfa með hljómsveit, semja lög fyrir plötu og margt fleira.
Hérna er Bubbi búinn að landa einum stórum
Hérna er Bubbi búinn að landa einum stórum

Bubbi spilaði í Kaupmannahöfn s.l helgi. Hann er einnig að æfa með hljómsveit, semja lög fyrir plötu og margt fleira.

Bubbi ætlar að njóta sumarsins með fjölskyldunni og auðvitað fara og veiða.

Hvernig er týpískur morgunn hjá þér?

Ég vakna kl. 6 og les blöðin, hlusta á gufuna, kreisti appelsínur og bý mér til hristing úr banana, jarðaberjum, vanillu, mjólk, vatni, 2 bollar af bláberjum, goji ber og chia fræ. Svo er ég með börnin þegar þau vakna en þegar allir eru farnir í skóla og leikskóla þá fer ég á æfingu í 2 klukkutíma.

Hvað má aldrei vanta í ísskápinn?

Melónu, ferskan ananas, appelsínur.

Hvað gerir þú til að halda þér í formi?

Fer á æfingu á hverjum morgni í 2 klukkutíma.

Áttu uppáhalds minningu frá því þú varst drengur?

Faðmlag móður minnar.

Borðar þú allan mat (ert ekki matvandur) ?

Ég borða mjög sér valin mat í dag.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?

Að vera með fjölskyldunni og hafa kósi kvöld.

Hvað ertu búinn að vera edrú í mörg ár núna?

18.

Hvað myndir þú segja við manneskju sem að er að berjast við bakkus en stefnir á meðferð ?

Þetta er snúin spurning og mjög vandmeð farin, lífið er einfaldlega magnað edrú.

Ef þú værir beðinn um að gefa gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð myndir þú gefa þeim?

Fara snemma að sofa, borða hollt, allt í hófi,  hreyfa sig daglega, sunda íhugun, biðja æðri mátt um ljós í hjartað sitt.