Fara í efni

María Krista Hreiðarsdóttir hönnuður tekin í smá viðtal

Hún María Krista Hreiðarsdóttir er 3ja barna móðir sem rekur fyrirtækið kristadesign.is ásamt eiginmanni sýnum Berki Jónssyni. Auk þess er hún nýorðinn matarbloggari eða s.l 9 mánuði en hún bloggar um glúten-ger og sykurlausan mat sem hentar einnig fólki sem vill fara eftir lágkolvetnalífstílnum.
María Krista
María Krista

Hún María Krista Hreiðarsdóttir er 3ja barna móðir sem rekur fyrirtækið kristadesign.is ásamt eiginmanni sýnum Berki Jónssyni. Auk þess er hún nýorðinn matarbloggari eða s.l 9 mánuði en hún bloggar um glúten-ger og sykurlausan mat sem hentar einnig fólki sem vill fara eftir lágkolvetnalífstílnum.

María Krista var að gefa út sína fyrstu bók, sem er full af uppskriftum með sykurlausum kökum og eftirréttum og eru þeir einnig lausir við allt glúten og hveiti. Bókin heitir Brauð og eftirréttir Kristu.

Hvernig byrjar þú hefðbundin dag og hvað er í morgunmat ?

Dagurinn minn byrjar alltaf á nýuppáhelltu kaffi með 1 msk af MCT olíu, það er einskonar lúxúsútgáfa af kókosolíunni sem margir þekkja. Gefu heilmikla orku og fyllingu. Ég þarf stundum ekkert að borða fyrr en í hádeginu, fer á æfingu og hvaðeina full af krafti.

Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?

Alltaf með smjör, egg og rjóma upp á síðkastið enda baka ég á hverjum degi, bæði fyrir bloggið og svo búin að baka töluvert fyrir bókina mína upp á síðkastið.

Nefndu mér þrjá hluti sem þú gætir ekki verið án?

Það er vandræðalegt hvað ég er háð ryksugunni minni, þoli ekki ryk, maskarinn er svo ómissandi og iphone síminn, pínu spes val á hlutum en svona er þetta bara.

Ef þú vaknar extra úldin á morgnana hvað er þitt besta ráð til að ná ferskleikanum aftur ?

Það er nokkuð óbrigðult ráð að taka 2 klaka og nudda andlitið létt með þeim yfir vaskinum, þeir bráðna auðvitað hratt en kælingin gerir helling fyrir þreytta húð og bauga.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir ?

Fara í leikhús finnst mér alltaf ótrúlega skemmtilegt, að fara út að borða með fjölskyldunni og svo að ferðast erlendis sem eru algjör forréttindi.

Hversu oft í viku æfir þú og hvernig æfingar ertu að gera?

Ég æfi yfirleitt um 5-6 sinnum í viku, fer í stöðvaþjálfun 2-3 svar í viku, warm fit tímarnir hjá Lindu í Hress eru líka geggjaðir og svo skelli ég mér í brjálaða lyftinga og brennslutíma hjá Siggu ofurþjálfara í Hress á föstudögum, þá er ég nokkuð góð fyrir helgina. Það er líka yndislegt að æfa stundum á sunnudögum, tabata eða jóga og taka smá forskot á vikuna.

Hvort velur þú bók eða bíómynd ef þú ætlar að hafa það gott heima ?

Ætti nú að velja bók og er með eina óopnaða á náttborðinu nýkomna úr prentun, en er pínu ofvirk svo ég held mér ekki alveg við efnið á mestu álagstímunum, finnst ég alltaf eiga að vera vinna eða brjóta saman þvott. Bíómynd yrði því frekar fyrir valinu hún er bara 1,5 tími og ég get sofið yfir henni.

Hvernig ferð þú á milli staða? þá á ég við keyrandi, gangandi, hjólandi....

Fer of mikið á bíl milli staða, bý reyndar aðeins fyrir utan bæjarkjarnann svo það er mín afsökun. Væri til í að hjóla meira og hér með óska ég mér að fá hjól í jólagjöf, vona að eiginmaðurinn lesi þetta.

Kaffi eða Te ?

Kaffi á  morgnana, te á kvöldin, oft svona grænt te eða róandi sem er æði.

Ef þú værir beðin um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það?

Lifa lífinu lifandi, það er of stutt til að eyða því í nöldur og leiðindi. Njóta hverrar stundar eins og hún sé sú síðasta.