Fara í efni

Sigríður Klingenberg tekin á teppið

Hún Sigríður Klingenberg er þjóðþekkt kona. Hún spáir fyrir fólki, hún kemur fram á skemmtunum og í einkasamkvæmum. Einnig hefur hún gefið út afar sniðug spil, þar sem þú hugsar spurningu og dregur svo eitt spil og þar hefur þú svarið þitt.
Sigríður Klingenberg
Sigríður Klingenberg

Hún Sigríður Klingenberg er þjóðþekkt kona. Hún spáir fyrir fólki, hún kemur fram á skemmtunum og í einkasamkvæmum. Einnig hefur hún gefið út afar sniðug spil, þar sem þú hugsar spurningu og dregur svo eitt spil og þar hefur þú svarið þitt.

 "Ég er a fullu í öllu þessa dagana. Ég elska það sem ég geri og vinnan er áhugamálið mitt...ég elska líka fólk og vinnan mín snýst um þessa stórbrotnu tegund manneskjuna, ég er að hanna nýtt hattaherbergi undir þessa hundrað hatta sem ég á og ætla að byðja fröken fix eða Írisi Tönju hönnuð að hjálpa mér....þetta verður eitthvað grúvý" segir Sigríður.

Hvernig byrjar þú hefðbundin dag og hvað er í morgunmat ?

Ég vakna hægt og rólega spjalla við sjálfan mig tek smá hlátur til að hita mig upp fyrir daginn...er ekkert sérlega svöng þegar ég vakna geri kannski smá hristing með berjum og bara því sem ég á til.

Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?

Ísskápurinn minn er oftast tómur það er svo grennandi..en vatn sem er i flottum flöskum...er alltaf til. Ég á líka alltaf kók light í gleri í ískápnum....ætti að heita Sigga Aspartam.....búin að innbyrða svo mikið af því.

Talandi meira um ískápinn stundum er hann alveg stútfullur af allskyns gormei mat þá fer ég eins og í gær eftir miðnætti í Hagkaup í Garðabæ og dunda mér við að versla. Hitti svo myndarlegan mann við ostakælinn og hann sló létt á botninn á mér og það finnst mér vera kaupbætir. Vinkona mín hitti manninn sinn í Bónus svo maður veit ekki en ævintýrin gerast oft í búðinni á horninu. Myndi elska ef að Melabúðin væri við hliðina á mér hér á Álftanesinu þá væri líf mitt fullkomið.

Nefndu mér þrjá hluti sem þú gætir ekki verið án?

Ég elska kerti nota þau allan daginn allan ársins hring.

Ef þú vaknar extra úldin á morgnana hvað er þitt besta ráð til að ná ferskleikanum aftur?

Ég syng mig í gang og geri grín af fýlupúkanum í mér og fæli hann burtu.

Hver er uppáhalds tími dagsins ?

Allur tími getur verið uppáhalds.

Hversu oft í viku æfir þú og hvernig æfingar ertu að gera?

Já, geri engar æfingar er mest í heilaleikfimi... það er sagt að maður brenni kaloríum þegar maður hugsar,ég trúi því. Ég tek oft syrpur þar sem ég ætla vera extra holl...þá er ekkert til nema hollusta...það virkar yfirleitt bara í 2 daga...þá er ég búin að fá hundleið á hollustuni maður er jú það sem maður borðar svo ég er súkkulaði.

Finnst þér íslendingar almennt duglegir að hreyfa sig?

Íslendingar eru mestir og bestir í öllu það er bara svoleiðis.

Ef þú ættir ekki bíl, hvernig myndir þú fara á milli staða?

Ég myndi taka taxa...ég er svo löt en leti er sexý...!!

Ef þú værir beðin um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það?

Við sköpum lífið okkar svo sköpum skemmtilegra líf ...ekki taka lífið of alvarlega við komumst ekki lifandi frá því....AMEN.

Og nokkur frábær lokaorð frá Sigríði : Í framtíðinni verð ég með butler, ekta breskan og helst vill ég að hann sé gay því þeir eru bestir, ekkert vesen að kúra hjá þeim og hann kallar á mig á morgnana Sigga love your brekfast is redy...finnur varalitinn minn og soddan.