Fara í efni

Sölvi Fannar spurður spjörunum úr

Hann Sölvi Fannar er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Hann tók leiklist og kvikmyndagerð í Kvikmyndaskóla Íslands ári 2012/13. Hann er einkaþjálfari og sérhæfir sig í fyrirlestrum, fyrirtækjaþjálfun, heilsueflingu á vinnustöðum, stjórnendaþjálfun, lífsstílsbreytingar, þjálfun barna og eldri borgara.
Sölvi Fannar
Sölvi Fannar

Hann Sölvi Fannar er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Hann tók leiklist og kvikmyndagerð í Kvikmyndaskóla Íslands ári 2012/13.  Hann er einkaþjálfari og sérhæfir sig í fyrirlestrum, fyrirtækjaþjálfun, heilsueflingu á vinnustöðum, stjórnendaþjálfun, lífsstílsbreytingar, þjálfun barna og eldri borgara. Einnig er hann meðferðaraðili í starfrænni læknisfræði (Functional Medicine Practitioner) frá IFM (The Institute for Functional Medicinie).

Hann starfaði einnig við þjálfum íþróttamanna og var með ráðgjöf í Bretlandi og Litháen.

Sölvi Fannar á sér mörg áhugamál og má nefna t.d einkaþjálfun, sálfræði, kvikmyndagerðm ritlist, ljósmyndun, veiðar, tónsmíðar, tungumál og flug ásamt miklu fleiru.

Hann er eigandi Heilsuráðgjöf ehf og Heilsuvaki slf.


Hvernig byrjar þú hefðbundin dag og hvað er í morgunmat ?

Byrja á því að vakna yfirleitt, pissa og svo oftast fá mér að borða - mjög oft haframjöl, Nesquick og lífræna mjólk ef hún er í framleiðslu. ("skamm, skamm!" mjólkursamsalan, þið þurfið ekki þrjú (lífræn)mjólkurbú til þess að framleiða lífræna mjólk, bara framleiða minna af henni og hvaða jólasveinn var það sem er ekki búinn að afturkalla afturköllunina á lífrænu vottuninni sem búið missti fyrir hálfgerða slysni?!?

Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?

Er nýkominn frá Svíþjóð þar sem ég var að leika í bíómynd og þar var fólki tíðrætt að ég ætti jafn mikinn mat í ísskápnum og 10 manna hópur, s.s. ég á alltaf mat í ísskápnum!

Nefndu mér þrjá hluti sem þú gætir ekki verið án?

sími, tölva, bíll.

Hvað er það allra skemmtilegasta sem þú gerir ?

Að vera í núinu.

Hvort velur þú Bók eða bíómynd til að slaka á ? 

Er rithöfundur og fyrirlesari og skrifa/vinn oft á meðan ég horfi á bíómyndir/þætti (hef alltaf verið unglingur held ég).

Hversu oft í viku æfir þú og hvernig æfingar ertu að gera?

Hef lítið æft undanfarinn áratug en nú æfi ég 4-6x í viku og æfi eins og ég hef styrk og þrek til. Erlendur þjálfari sagði við mig um daginn, "You are an animal" og það lýsir því ágætlega hvernig ég m.a. æfi.

Finnst þér íslendingar almennt duglegir að hreyfa sig?

Þeir yrðu örugglega ennþá duglegri ef við fengjum gull fyrir það.

Myndir þú fara á milli staða í Reykjavík á hjóli ?

Var meira og minna á hjóli í hátt í 4 ár, LÖNGU áður en það komst í tísku en bý núna í Keflavík og vinn í bænum.

Kaffi eða Te ?

Hef drukkið 19 kaffibolla frá því 2007 en drekk talsvert mikið af sterku svörtu tei með hunangi og mjólk.

Ef þú værir beðin um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það? 

Ekki drepa ykkur (bókstaflega!) úr leiðindum.

Sölvi er með heimasíðu og hana má finna HÉR.

Svo er hægt að lesa um Sölva Fannar og hans afrek í kvikmyndaheiminum HÉR.