Fara í efni

5 hárgreiðslur fyrir „skítugt“ hár

Margar af okkur þvo hárið sitt á tveggja til þriggja daga fresti en sumar vildu gjarnan hafa lengra á milli. Á þessum dögum náum við ekki að leyfa hárinu að liggja frjálst niður, það er kannski orðið pínu fitugt á öðrum degi og oft verður uppgjöf á þeim þriðja og þá er það þvegið.
Hárgreiðslur
Hárgreiðslur

Margar af okkur þvo hárið sitt á tveggja til þriggja daga fresti en sumar vildu gjarnan  hafa lengra á milli.  Á þessum dögum náum við ekki að leyfa hárinu að liggja frjálst niður, það er kannski orðið pínu fitugt á öðrum degi og oft verður uppgjöf á þeim þriðja og þá er það þvegið.  

Hér eru 5 hárgreiðslur sem eru fullkomnar og jafnvel enn betri en þegar hárið er tandur hreint.

k

Taktu það upp í háan hnút, togaðu vel í það í allar áttir og þú ert tilbúin í daginn.

PHOTO CREDIT: Pinterest

k

Þegar kemur að fiskifléttu finnst okkur hún fallegri aðeins toguð í sundur.  Slepptu nokkrum lokkum og hárgreiðslan er klár.

PHOTO CREDIT: Treasures and Travels

k

„Franskur“ snúður finnst okkur alltaf virka aðeins of frúarlegt í hreint hár.  Ýfðu hárið aðeins áður en þú snýrð hárinu upp í franskan snúð og dragðu nokkra lokka fram í andlitið

PHOTO CREDIT: Twist Me Pretty

k

Að gera tvær fléttur að framan er frábært trix til að fela fituna í rótinni.

PHOTO CREDIT: Barefoot Blonde

k

Settu lágan hnút í hnakkanum og dragðu lokka fram í andlitið.  Þessi greiðsla veldur stundum pirringi við akstur fyrir sumar konur. 

PHOTO CREDIT: A Beautiful Mes

Ef þú ert með stutt hár þá mælum við bara með þurrsjampói sem fæst í flestum matvöruverslunum og hárgreiðslustofum landsins. Það er afar gott að eiga þurrsjampó hvort sem maður er með stutt eða sítt hár. Gott að setja í rótina til að fríska aðeins upp á hárið á milli þvotta.

ERTU BÚIN AÐ SETJA LIKE Á HEILSUTORG ? SETTU LIKE HÉR. 

#heilsutorg #fegurd