Fara í efni

5 tegundir af Smoothie ávaxtadrykkjum

Smoothie ávaxtadrykkir
Smoothie ávaxtadrykkir

Um þessar mundir eru ýmsar útfærslur á ávaxtadrykkjum, smoothies, vinsæll morgunverður og millibiti. Góður smoothie byggir á jafnvægi milli ávaxtamagns, sætleika og þykktar. Hægt er að nota hrísgrjóna-, hafra-, soja- eða möndlumjólk í stað mjólkur. Eftirfarandi uppskriftir má nota óbreyttar eða sem grunn í ávaxtadrykki þar sem notað er það hráefni sem til er hverju sinni.

eggjalaust

bananar- og hafrar
1 stór banani, skorinn í bita
240 ml haframjólk
240 ml appelsínusafi
55 g malaðar möndlur
1 msk hunang
kanill

apríkósur og mangó
170 g apríkósur, niðursoðnar, skornar í bita
4 msk apríkósulögur úr dósinni
½ mangó, skorið í bita
240 ml appelsínusafi
250 ml sojajógúrt, hreint
½ tsk vanilludropar (eða -sykur)
límónusafi
ísmolar, lúkufylli

melóna, vínber og perur
170 g melóna (galia eða önnur tegund), steinhreinsuð, skorin í bita
2 perur, afhýddar og skornar í bita
240 ml vínberjasafi
2 ísmolar
myntulauf

blönduð ber
170 g ber að eigin vali
240 ml grísk jógúrt
120 ml mjólk
2 ísmolar
3 msk hunang

hindberjamauk
55 g hindber
2 msk flórsykur

undirbúningstími 3–5 mínútur
fyrir 1–2

1 Setjið hráefni hverrar uppskriftar í matvinnsluvél (blender) og hrærið þar til blandan er mjúk og kekkjalaus. Ef drykkurinn á að vera þykkur bætið þá ísmolum saman við áður en hann er blandaður.

2 Hellið í glös og berið fram eins fljótt og hægt er.

3 Til að gera hindberjamaukið, blandið hindberjum og flórsykri saman og þrýstið í gegnum sigti. Setjið hindberjamauk ofan á hvern drykk áður en hann er borinn fram.

mjólkurlaust einnig eggjalaust
Drykkirnir eru án mjólkur fyrir utan berjadrykkinn. Fylgið uppskriftinni hér til vinstri en skiptið grísku jógúrtinni og mjólkinni út fyrir sojajógúrt og sojamjólk eða aðra mjólkurlausa vöru.

glútensnautt einnig eggjalaust
Drykkirnir eru án glútens fyrir utan banana- og hafradrykkinn. Fylgið uppskriftinni hér til vinstri en skiptið haframjólkinni út fyrir mjólk, hrísgrjóna-, soja- eða möndlumjólk.

hnetulaust einnig eggjalaust
Í drykkjunum eru ekki hnetur nema í banana- og hafradrykknum. Fylgið uppskriftinni hér til vinstri en skiptið möndlunum út fyrir ½ dl af kókosmjólk og minnkið haframjólkina í rúmlega 1 dl.