Fara í efni

7 hegðunarmynstur sem flestir halda að séu neikvæð en eru í raun heilbrigð

Heilbrigðasta hegðunin er einfaldlega að vera áreiðanlegur og ekta.
7 hegðunarmynstur sem flestir halda að séu neikvæð en eru í raun heilbrigð

Heilbrigðasta hegðunin er einfaldlega að vera áreiðanlegur og ekta.

En samt gerist það að við forðumst okkar ekta hegðunarmynstur, haldandi að þau séu óheilbrigð. Málið er að hugurinn og líkaminn vita hvað það er sem þú þarfnast.

Og ef þú þarft áminningu um það hvers vegna það er mikilvægt að vera samkvæmur sjálfum sér þá skaltu kíkja á þessi algengu hegðunarmynstur sem ansi oft eru talin neikvæð og óheilbrigð en eru í raun heilbrigð og góð fyrir alla.

1. Reiði

Reiði er eitthvað sem flest okkar forðast að tjá en oftast þá er það mjög losandi að halda ekki aftur af sér og verða bara reið/ur. Að vera reiðu/ur og láta það í ljós á heilbrigðan máta getur verið afar kraftmikil og jákvæð breyting á okkar lífi.

Reiði en einfaldlega tegund af tilfinningalegri orku sem hækkar hjá okkur ef okkur hefur verið gert eitthvað sem ekki er rétt eða sanngjarnt eða ef farið hefur verið yfir okkar persónulegu mörk.

Þessi orka, þ.e reiðin fer í leiðangur til að brjóta á bak aftur óviðeigandi ástand sem hefur orsakað þína vanlíðan.

Best er að læra að taka þessari orku opnum örmum og nota hana á jákvæðan hátt.

Þegar þú reiðist, reyndu þá að finna leið til að tjá þessa reiði á jákvæðan hátt sem gæti þá gert það að verkum að hlutir breytast til hins betra.

Þegar við neitum okkur um að reiðast og forðumst það þá getur það orsakað afar óheilbrigða hegðun og er alls ekki gott fyrir okkur, má þar nefna mikla reiði eða bræði og þunglyndi.

Mundu að það er ástæða fyrir því að þú þarft að læra að tjá heilbrigða reiði, hún getur bæði varið þig og frelsað.

2. Að finnast þú vera týnd/ur

Okkur líður eins og við séum týnd þegar við höfum tapað áttum. En, þegar við erum í þessu ástandi þá vekur það okkur til að veita augnablikinu athygli og einnig eðlishvötinni. Ef þú hefur einhvern tíman týnst í stórborg í ókunnugu landi þá eru miklar líkur á að þú hafir gert skemmtilegar uppgötvanir á meðan þú varst að basla við að rata aftur á réttan stað.

Það sama á við um lífið.

Vertu sátt/ur við að það er ferðalagið sem skiptir mestu máli og það að týna sér stundum og fara leiðir sem þú hefur ekki farið áður þá kynnistu nýrri hlið á þér. Að vera týnd/ur þýðir ekki að þú munt vera týnd/ur það sem eftir er. Það einfaldlega þýðir að þú ert að taka þér tíma til að finna þína réttu leið.

3. Að gráta

Að gráta, eins og reiðin eru heilbrigð, tilfinningaleg og mannleg viðbrögð við ýmsum aðstæðum. Þó fá okkar myndu vilja vera sífellt grátandi þá skiptir það máli að leyfa sér það þegar þess þarf.

Þú gætir verið að gráta vegna missi en einnig vegna ánægju. Þegar við grátum þá erum við að losa um orku sem ekki er hollt að halda inni í sér. Betra er að leyfa tárunum að streyma og svo er því lokið. Fólki líður yfirleitt mikið betur ef það leyfir sér að gráta.

4. Að vera ein/n

Að vera ein/n er alls ekki neikvætt, heldur er það frekar að við erum að kúpla okkur út úr ónauðsynlegum félagslegum athöfnum til að kafa dýpra inn í okkur sjálf.

Það eru auðvitað til aðstæður þar sem manneskjan hefur einangrað sig og þá þarf að hafa verulegar áhyggjur af því og hjálpa henni að leita sér aðstoðar.

En eitt er víst að margir af heimsins bestu listamönnum/konum,rithöfundum og hugsuðum fannst nauðsynlegt að eiga tíma ein/n með sjálfum sér til að fá dýpri andagift og innblástur og tengjast þannig betur sínum skilningarvitum og sköpunargáfu.

Ef þú finnur þörf fyrir að fá að vera ein/n þá skaltu gera það og virða við sjálfa/n þig. Stundum er göngutúr einsamall/sömul mjög góður til að tengjast þér, hugsa í friði og ró og jafnvel leysa úr vandamálum sem hafa verið að angra þig.

5. Að hlusta ekki

Að hlusta ekki á aðra getur verið túlkað sem andfélagsleg hegðun eða jafnvel hroki. Samt verður þú stundum að fylgja þínu eigin innsæji. Að einblína stíft á eitthvað ákveðið getur oft gert það að verkum að þú lokar á önnur skynfæri eins og eyrun. Ef þetta gerist, treystu þá sjálfri/um þér til að vita að þú ert að taka rétta ákvörðun með því að loka á utan að komandi hljóð eða ef einhver er að tala við þig.

Sumir eru þannig gerðir að þeir/þær þurfa að heyra allt sem verið er að segja í kringum viðkomandi. Vertu vitur og lærðu að þekkja að sumt sem verið er að tala um skiptir þig kannski ekki neinu máli.

6. Að brjóta reglurnar

Að brjóta reglurnar stundum getur bætt lífið og eins líf þeirra sem eru í kringum þig.

Reglur eru gerðar af fólki og eins og við vitum, þá er enginn fullkomin/n. Þú þarft að treysta því að þú vitir hvað er rétt og rangt fyrir þig og ákveða sjálf/ur hvort þessi regla sé rétt fyrir þig.

Þetta eru sumir af þeim sem brutu reglurnar: Rosa Parks, Gandhi, John Lennon og Martin Luther King Jr. Ekki vera hrædd/ur að vera eins og þau.

7. Að passa ekki í hópinn

Að passa ekki í hópinn getur verið erfitt og vandræðalegt, sérstaklega á unglingsárunum. En það að passa ekki í hópinn getur einnig þýtt að þú ert frumkvöðull og hefur eitthvað að bjóða annað en aðrir.

Þegar við pössum í hópinn þá er það yfirleitt vegna þess að við hugsum svipað, okkur líður svipað og jafnvel þá er ímyndunaraflið okkar tengt okkar umhverfi og samfélagi.

Að stíga út úr því boxi þar sem aðrir hafa gert sig heimakomin/n getur oft orsakað það að passa ekki í hópinn.

Heimild: themindunleashed.org