Fara í efni

9 frábærar leiðir til að nota sykur á heimilinu

Ef þú brennir þig á einhverju eins og heitum drykk er gott að setja sykur eða sykurmola strax á tunguna til þess að draga úr sársaukanum
9 frábærar leiðir til að nota sykur á heimilinu

Sykur er til á flestum heimilum og það er hægt að nota hann í miklu meira en bara matargerð.

 

Hér eru nokkrar sniðugar leiðir til þess að nota sykur á heimilinu.

 

 

Sykur er góður til þess að:

1. Halda blómum fallegum lengur
Hrærðu þrem teskeiðum af sykri og tveim teskeiðum af ediki í vasa með vatni og settu svo blómin í. Sykurinn nærir stilkinn og edikið kemur í veg fyrir bakteríumyndun.

2. Fjarlægja grasgrænu
Blandaðu örlitlu heitu vatni saman við sykur til þess að búa til þykka blöndu. Nuddaðu þessu á blettinn sem grasið gerði á flíkina og láttu svo blönduna vera þar í eina til tvær klukkustundir. Eftir það þværðu flíkina eins og venjulega.

3. Kæla bruna á tungu
Ef þú brennir þig á einhverju eins og heitum drykk er gott að setja sykur eða sykurmola strax á tunguna til þess að draga úr sársaukanum.

4. Veiða flugur 
Blandaðu einfalt sýróp með því að sjóða saman einn bolla af vatni og hálfan af sykri. Þegar blandan hefur kólnað hellir þú henni í krukku. Þetta getur þú sett í garðinn eða í gluggakistu og festast flugurnar í klístraðri blöndunni.

5.Gefa börnum meðal
Það hefur verið sannað að börn sem fá teskeið af sykurvatni áður en þau fá bólusetningar eða aðrar sprautur bregðast ekki eins illa við sársaukanum.

6. Lengja geymslutíma sætabrauðs
Settu nokkra sykurmola í loftþétta geymsluílátið eða pokann með kökunni eða brauðinu og það helst mjúkt og gott lengur.

7. Þrífa hendur
Blandaðu ólívuolíu og sykri saman og nuddaðu því svo á hendurnar á þér til þess að fjarlægja óhreinindi og fitu.

8. Meðhöndla sár
Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að drepa bakteríur með því að setja smá sykur á sár áður en það er hreinsað og plástur settur yfir.

9. Geyma mygluosta lengur
Til að koma í veg fyrir að mygluosturinn þinn verði vondur, settu þá sykurmola með ostinum í loftþéttar umbúðir.

Birt í samstarfi við