Fara í efni

Aðeins þú getur losað þig við eftirsjá og iðrun - hugleiðing á föstudegi

Eftirsjá og iðrun.
Ljósmynd: Eran Yerushalmi
Ljósmynd: Eran Yerushalmi

Það er engan töfradrykk að finna – ábyrgðin er aflið.

Það sem ég geri sem lífsráðgjafi er að laða fram það besta í þér. Starf mitt sem lífsráðgjafi felst í orkuumsýslu – að fá þig til að skilja að hver einasti andardráttur er mikilvæg orka. Að þú hefur frjálsan vilja og getur valið hvernig þú verð orkunni.

Það er hægur leikur að nota hvata og tímabundinn innblástur til að kveikja upp í fólki þá hugmynd að það hafi vitneskju og mátt til að breyta lífi sínu. En slíkt er alltaf tímabundin aðgerð – hálfgerður plástur – því hún byggir ekki á innistæðu eða heimild hjá viðkomandi. Og þegar hvatinn brennur óhjákvæmilega upp eru miklar líkur á að ekkert hafi breyst; að viðkomandi falli aftur í sama farið og áður. Af þessum sökum nota ég aldrei hvata í starfi mínu til að virkja orkuna í fólki heldur fer ég fram á að viðkomandi einstaklingur taki fulla ábyrgð á sinni tilvist með því að fyrirgefa, með því að taka ábyrgð á því hvar hann er og hvernig – og þegar við erum tilbúin að taka þessa ábyrgð öðlumst við mátt. Svo einfalt er það.

Þessi máttur veitir síðan þann kraft sem þarf til að stíga fyrsta skrefið inn í velsæld; inn í valsæld.

Starf mitt felst í þeirri einföldu gjörð að fá þig til að líta upp; að fá þig til að sjá fegurðina alls staðar sem blasir við. Aðeins þú getur losað þig við eftirsjá og iðrun, líkt og þú og enginn annar getur létt á þér.