Fara í efni

Áhættuþættir hans og hennar - grein frá Hjartalíf

Einkenni hjartasjúkdóma eru ekki alltaf þau sömu hjá konum og körlum og almennt koma fyrstu merki sjúkdómsins ekki fram fyrr en tíu árum seinna hjá konum þó vísbendingar séu um að þessi tími sé að styttast.
Áhættuþættir hans og hennar - grein frá Hjartalíf

Einkenni hjartasjúkdóma eru ekki alltaf þau sömu hjá konum og körlum og almennt koma fyrstu merki sjúkdómsins ekki fram fyrr en tíu árum seinna hjá konum þó vísbendingar séu um að þessi tími sé að styttast.

Þrátt fyrir að áhættuþættir fyrir hjartasjúkdómum séu svipaðir hjá körlum og konum, þá er samt ákveðinn meginmunur. Hægt er að fara í gegnum þessar spurningar til að meta áhættu sína og maka síns.

 

1) Ertu yfir fertugt?

Fyrir hana: Konur þróa yfirleitt með sér hjartasjúkdóm allt að 10 árum seinna en karlar, að meðaltali um 55 ára aldur. Þetta er aðallega vegna þess að fyrir breytingaskeiðið þá hefur hátt estrogengildi verndandi áhrif með því að lækka kólestról. Aftur á móti geta konur með ýmsa áhættuþætti eins og sykursýki eða fjölskyldusögu um hjartasjúkdóma fengið hjartasjúkdóma fyrr.

Fyrir hann: Menn byrja yfirleitt að fá fyrstu merki hjartasjúkdóma í kringum 45 ára aldur.

2) Reykir þú?

Fyrir hana: Konur sem reykja eru tvisvar sinnum líklegri til að fá hjartaáfall heldur en karlmenn sem reykja, og konur sem reykja og taka getnaðarvarnarpilluna, auka áhættuna á að fá hjartaáfall og heilablóðfall enn meira.

Fyrir hann: Þrátt fyrir að vera aðeins minni áhrifaþáttur en hjá konum, þá eru reykingar samt sem áður stærsti lífsstíls áhættuþátturinn fyrir menn, og tvöfaldar hættuna á hjartaáfalli.

3) Hversu mikið áfengi drekkur þú?

Fyrir hana: Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Harvard University, þá ættu konur að takmarka sig við einn drykk daglega þar sem áfengi er lengur í líkama þeirra heldur en karla, þannig að mikil drykkja hefur alvarlegri áhrif á hjarta kvenna.

Fyrir hann: Tveir drykkir daglega geta haldið hjartasérfræðingnum í burtu og lækkað áhættuna á hjartaáfalli, en allt umfram það eykur hættuna á hjartaáfalli.

4) Er kólestrólið þitt of hátt?

Fyrir hana: Lágt gildi af „góðu“ HDL kólestróli (undir 1.2) ásamt háu gildi (meira en 1.7) af triglycerides, sem er önnur óheilsusamleg blóðfita, er stærri vísbending hjá konum en körlum um að hjartasjúkdómur sé til staðar.

Fyrir hann: Rannsóknir sýna að hátt gildi af „slæmu“ LDL kólestróli (yfir 3) gefi til kynna meiri hættu á hjartaáfalli fyrir menn.

5) Er blóðþrýstingurinn þinn hár?

Fyrir hana: Fyrir 45 ára aldur þá eru fleiri menn en konur með háan blóðþrýsting (yfir 140/80). En um sjötugt þá eru konur að meðaltali með hærri blóðþrýsting en menn. Þannig að þó blóðþrýstingurinn hafi alltaf verið lágur, þýðir það ekki að hann sé það ennþá – sérstaklega ef hann var hár þegar viðkomandi kona var ólétt, samkvæmt ákveðnum rannsóknum.

Fyrir hann: Því lengur sem menn eru með háan blóðþrýsting, því meiri hætta er á hjartasjúkdómum, þannig að jafnvel ungir menn með háan blóðþrýsting eru í áhættu.

6) Ert þú með sykursýki?

Fyrir hana: Sykursýki eykur hættuna á hjartasjúkdómum hjá konum meira en körlum, og gerir konur fimm sinnum viðkvæmari fyrir hjartasjúkdómum.

Fyrir hann: Sykursýki eykur hættuna tvöfalt á því að þróa með sér hjartasjúkdóm.

7) Hversu stórt er mittismál þitt?

Fyrir hana: Mittismál sem er stærra en 80 cm eykur hættuna á hjartasjúkdómum. Rannsóknir sýna að sambland af breiðu mitti og háu triglycerid gildi sé sérstaklega hættulegt fyrir konur.

Fyrir hann: Ef mittismálið er stærra en 94 cm hjá körlum, þá er of mikil fita í kringum magann, sem eykur hættuna á hjartasjúkdómum. Jafnvel þó viðkomandi sé innan heilsusamlegra marka á BMI.

8) Hversu oft hreyfir þú þig?

Fyrir bæði: Minna en 30 mínútur af miðlungs erfiðri hreyfingu fimm sinnum í viku eykur hættuna á hjartaáfalli.

Fyrir hana: Hreyfing er jafnvel mikilvægari fyrir konur þar sem sumar rannsóknir benda til að konur þurfi meiri hreyfingu en kallar til að njóta sömu hjartaheilsu.

9) Hver er fjölskyldusaga þín varðandi hjartasjúkdóma?

Fyrir bæði: Ef faðir þinn, móðir eða systkini voru með hjartasjúkdóma ung að aldri (undir 65 ára fyrir konur, undir 55 ára fyrir karla), þá er hættan á hjartaáfalli mun hærri. Sérstaklega ef viðkomandi er einnig með hátt gildi kólestróls (yfir 7), en það getur gefið til kynna sjúkdóm sem kallast „familial hypercholosterolemia“ (FH). Þetta getur sett bæði kynin í mikinn áhættuhóp fyrir því að fá hjartaáfall, óháð öllum öðrum áhættuþáttum.

 

Smelltu HÉR til að lesa þessa grein til enda. 

 

Grein af vef hjartalif.is