Fara í efni

Pakki sem að heimilar fólki að taka HIV próf heima hefur verið gert löglegt í Bretlandi

Pakki sem að heimilar fólki að taka HIV próf heima eru núna fáanlegir í Bretlandi í fyrsta sinn samkvæmt BBC News.
Þetta er framtíðin
Þetta er framtíðin

Pakki sem að heimilar fólki að taka HIV próf heima eru núna fáanlegir í Bretlandi í fyrsta sinn samkvæmt BBC News.

Getur hver sem er farið og keypt prufupakkann?

Nei – a.m.k ekki strax. Ekkert fyrirtæki hefur sótt um leyfi til að selja þessa pakka innan landa EU. Góðgerðarfélagið The National Aids Trust spáir því að svona sjálfspurfu pakkar muni verða fáanlegir í flestum löndum seint á þessu ári eða snemma 2015.

Hvers vegna var lögum breytt?

Stjórnvöld vona að þessi lagabreyting muni hvetja fleiri til þess að taka HIV próf. Það er talið að eins margir og 1 af hverjum 5 sem eru með HIV viti ekki af því. Fyrir utan hættuna á að smita aðra að þá er greining sem er gerð of seint afar slæm fyrir smitaða. Meðferð við HIV þarf að byrja afar fljótt eftir smit til að fólk eigi sem besta möguleika á að lifa sem eðlilegustu lífi.

Hvernig mun þetta próf virka?

h

Það er líklegt að þau próf sem seld verða muni vera svipuð og OraQuick In-Home HIV Test sem að er nú þegar samþykkt af FDA.

Prófið tékkar á mótefni fyrir HIV sem að er ónæmissvörun er verður ef að viðkomandi er smitaður. Taka þarf stroke úr munni sem að síðan er sett í hólk og eftir 20 til 40 mínútur koma í ljós ein eða tvær línur. Ein lína þýðir neikvætt en tvær línur þýða að prófið sé jákvætt. Sé próf jákvætt þarf að fara hið fyrsta og láta taka blóðprufu á heilsugæslu.

Hversu áreiðanlegt er prófið?

FDA telur að OraQuick prófið sýni eitt falskt jákvætt svar af hverjum 5,000.

Til þess að draga úr hættu á að smitast af HIV á auðvitað að nota smokkinn þegar stundaðar eru samfarir.

Heimildir: nhs.uk