Fara í efni

Alvöru pönnupizza með heilhveitibotni

þessa pizzabotna er auðveldlega hægt að gera með góðum fyrirvara og svo bara skellt undir grillhitan 10 mínútum áður enn borið er fram, einng svaka fínar á grillið.
Heimagerð pan Pizza : Leyniuppskrift
Heimagerð pan Pizza : Leyniuppskrift

Pizzadeig: (gerir  ca. 3 stk  10 tommu pizzur ,þykkbotna)

2 dl Vatn (volgt)
3 tsk þurrger
1 tsk sykur
200 g heilhveiti
150 g fínt spelt
1 tsk salt
2 msk Isíó-olía / ólívuolía

Aðferð:

Blandið saman, vatninu, gerinu og sykrinum saman í hrærivélarskál og hrærið í smástund þar til að gerið leysist aðeins upp, þá er restinni bætt útí og hnoðið nokkuð hressilega saman þar til deigið klessist ekki lengur við skálina (ath. gæti þurft að bæta pínulitlu hveiti útí ef deigið er of blautt) látið deigið standa undir rökum klút eða loki í ca. 40 mín eða þar til að deigið tvöfaldist í stærð.

Á meðan er steikar panna hituð á vægum hita , helst panna með húð sem ekki brennur við,  Þá er degið skorið í tvennt og hnoðað saman í kúlur og þær látnar standa undir rökum klút í 10 mín áður enn þær eru flatnar út í pizzur sem eru jafnstórar og pannan sem pizzurnar skulu steikjast á.

Hitið aðeins undir pönnunni enn ekki hafa hitann á hæsta enn samt vel heit, setjið soldið olíu á pönnuna og skellið pizzunni á pönnuna og hafið hraðar hendur á að laga deigið til á pönnunni þar sem hún þarf ekki langan tíma, þegar það er komin smá steikaráferð undir pizzabotninn(munið að þessi hlið mun snúa niður í ofninum á eftir) snúið þá pizzunni aðeins á hina hliðina og steikið þar bara í örstutta stund(kanski 20 sekúndur) færið pizzuna yfir á ofnplötu og gerið það sama við næstu.

Nú ætti að vera kominn alvöru pönnupizzubotn, og síðan er ofninn stilltur á yfirhita (yfir-grill) og þegar sósan, osturinn og áleggið er allt klárt og komið á botninn þá er pizzan bökuð við yfirhitan þar til að yfirborðið á pizzunni er bakað því að það þarf ekki að hafa áhyggjur af botninum því að hann er náttúrulega orðinn forbakaður og klár. 

Pizzasósan (leyniuppskrift)

3 msk tómatkraftur
1 dl vatn
2 msk tómatsósa
3 msk hvítlauksolía
2 msk rifinn parmesanostur
1 msk oregano
½ msk basil
½ msk timian
½ tsk chiliduft
Salt og pipar

Aðferð :

Öllu blandað saman.