Fara í efni

Barnaafmæli án sykurs

Er hægt að hafa barnaafmæli án sykurs? Engir gosdrykkir eða sælgæti?
Glæsileg kaka í barnaafmæli
Glæsileg kaka í barnaafmæli

Er hægt að hafa barnaafmæli án sykurs? Engir gosdrykkir eða sælgæti?

Diet Doctor er með frábæra síðu þar sem ég fann þessa æðislegu uppskrift af barnaafmæli án sykurs.

 

 

 

 

 

Kakan er dásamlega girnileg en hvað skyldi leynast inní henni?

glæsileg kaka í barnaafmæli

Vatnsmelóna

Kakan saman stendur af vatnsmelónu (stór melóna skorin til svo hún líti út eins og kringlótt kaka) og utan um hana er lag af þeyttum rjóma. Á toppnum eru bláber. Má nota hvaða ber sem er. Já, þetta er allt og sumt. Einfalt ekki satt?

Það er sykur í vatnsmelónu en hann er í litlu magni og barnavænn með náttúrulegum trefjum. Og það sem meira er að þessi kaka er ekki með neinum aukaefnum né glúteini.

barnafmæli

 barnaafmæli

Börnin elskuðu kökuna og foreldrarnir líka.

Forrétturinn fyrir kökuna

Áður en kakan var framreidd þá var hlaðborð af hollustufæði fyrir alla.

hollustu hlaðborð

Á hlaðborðinu voru meðal annars pylsur og kjötbollur. Þar voru líka grillaðir maísstönglar, sterkari pylsur (fyrir fullorðna), gulrótar stangir og niðurskornar paprikur í öllum litum, ólífur og fleira.

Með þessu drukku börnin vatn og líkaði vel.

Þar sem það voru ekki næginlega margir barnastólar þá var tekin piknikk stemmingin á þetta og teppi sett á gólfið og börnunum fannst það ekki leiðinlegt.

pikknikk

 pikknikk

Veislan sjálf

Hvernig ætli börnin hafi svo tekið þessari veislu þar sem ekkert sælgæti var á borðum, ekkert gos eða smákökur? Ekkert af þeim mótmælti þessari veislu.

Börnin voru hæst ánægð og það sem best var að það voru engin slagsmál því þau bara sátu og léku sér fallega.

Sem sagt, ekkert barnanna var með líkamann fullan af sykri sem allir vita að er mjög óhollur og getur einnig orsakað æsing og læti.

Í lokin, börn þurfa ekki sykur til að vera full af orku og leika sér.

afmæli

Heimildir: dietdoctor.com