Fara í efni

Góðar ástæður til þess að borða meira Kiwi

Fólk laðast að kiwi ávextinum útaf fallega græna litnum og framandi bragðinu.
Ferskt og gott kiwi á hverjum degi
Ferskt og gott kiwi á hverjum degi

Fólk laðast að kiwi ávextinum útaf fallega græna litnum og framandi bragðinu.

En raunveruleg sérstaða kiwi er sú að hann er afar hollur. Oft er kiwi kallað “powerfood eða superfood”.

-         Hjálpar meltingunni með öflugum ensímum

Kiwi inniheldur actinidain sem er prótein er leysir upp ensími og hjápar það meltingunni á afar góðan hátt.

-         Kemur blóðþrýstingnum til aðstoðar

Hátt hlutfall kalíums í kiwi heldur blóðsöltunum í jafnvægi með því að vinna gegn áhrifum af natríum.

-         Ver DNA-ið okkar gegn skemmdum

Rannsók sem gerð var á einstökum samsetningum á andoxunarefnum í kiwi sýndi að það ver DNA frumur frá oxun. Margir sérfræðingar telja að þetta verjir frumurnar gegn krabbameini.

-         Styrkir ónæmiskerfið

Hátt hlutfall C-vítamíns í kiwi ásamt andoxunarefnunum hefur sannað að þessi samsetning styrkir ónæmiskerfið okkar.

-         “Smart Carb” til að léttast

Kiwi er gott fyrir blóðsykurinn og afar trefjaríkt. Í kiwi má finna glycemic sem hefur stjórn á blóðsykri. Þetta tvennt saman byggir upp sterkt insúlín kikk svipað og aðrir ávextir gera með sykur innihaldi sínu. Líkaminn svarar þessu með því að hlaða ekki á sig fitu.

-         Heilbrigð melting

Kiwi er stútfullt af trefjum. Trefjar koma í veg fyrir hægðartregðu og önnur þarma vandamál.

-         Hreinsar líkamann af eiturefnum

Trefjarnar í kiwi eru þannig gerðar að þær hreinsa þarmana af óæskilegum uppsöfnuðum efnum.

-         Kiwi er gott fyrir hjartað

Að borða 2 til 3 kiwi á dag dregur úr áhættunni á því að fá blóðtappa um 18%. Margir taka asperín til að koma í veg fyrir blóðstorknun en asperín getur haft aukaverkanir. Kiwi hefur hins vegar engar aukaverkanir.

-         Kiwi er gott fyrir sykursjúka

Kiwi er flokkað með ávöxtum sem eru lág í blóðsykurs vísitölu. Sem þýðir að það hækkar ekki blóðsykurinn skyndilega.

-         Skapar basískt jafnvægi í líkamanum

Kiwi er í flokki með þeim ávöxtum sem eru mest basískir, sem þýðir að kiwi inniheldur mikið af steinefnum sem vinna gegn of háu sýrustigi í líkamanum. Það besta við þetta er að húðin verður fallegri, þú sefur betur, færð sjaldnar kvef og þetta hjálpar til í baráttunni við liðagigt.

-         Rosalega gott fyrir húðina

Kiwi er ríkt af E-vítamíni, sem er andoxunarefnið er ver húðina fyrir daglegum ágangi veðurs og vinda.

Heimildir: care2.com