Fara í efni

Tíu heil­ræði á tímum kórónu­veiru

Hér eru 10 heilræði frá Landlækni.
Tíu heil­ræði á tímum kórónu­veiru

Hér eru 10 heilræði frá Landlækni.

1. Hlúum vel að okkur sjálfum og okkar nánustu

Hugsum vel um okkur sjálf og finnum upp­byggi­legar leiðir til að takast á við þær á­skoranir sem við stöndum frammi fyrir. Verjum tíma með þeim sem okkur þykir vænt um og eigum góðar stundir saman. Spilum, förum út í göngu­túr, út í garð að leika, föndrum, lesum og hlæjum saman. Sköpum minningar.

2. Verum þakk­lát fyrir það sem við höfum

Veitum því góða í lífi okkar at­hygli og verum þakk­lát fyrir það sem okkur er gefið. Gott er að rifja upp þrjú at­riði til að þakka fyrir á hverjum degi, til dæmis við matar­borðið eða áður en farið er að sofa. Það sem við hugsum um hefur á­hrif á það hvernig okkur líður.

3. Borðum hollan og góðan mat dag­lega

Mikil­vægt er að borða hollan og fjöl­breyttan mat. Veljum mat­væli sem eru rík af næringar­efnum frá náttúrunnar hendi, t.d. á­vexti, græn­meti, heil­korna­vörur og fisk og munum eftir að taka D-víta­mín. Best er að hafa reglu á mál­tíðum og njóta þess að borða.

4. Hreyfum okkar rösk­lega á hverjum degi

Hreyfing er mikil­væg fyrir and­lega og líkam­lega vel­líðan, betri svefn og aukið þrek. Hreyfum okkur­rösk­lega á hverjum degi, full­orðnir í minnst 30 mínútur og börn í minnst 60 mínútur. Betra er að hreyfa sig lítið eitt fremur en ekki neitt og tak­marka lang­varandi kyrr­setu.

5. Stuðlum að betri svefni með góðum svefn­venjum

Góður svefn er nauð­syn­legur til að geta tekist á við við­fangs­efni dagsins. Svefn hefur m.a. já­kvæð á­hrif á ó­næmis­kerfið, ein­beitingu, náms­getu og er nauð­syn­legur fyrir vöxt og þroska barna. Komum okkur upp góðum svefn­venjum til að ná ráð­lögðum svefni miðað við aldur.

6. Forðumst að nota á­fengi eða tóbak sem bjarg­ráð

Það er ekki gagn­legt að nota á­fengi eða tóbak til að takast á við erfiðar til­finningar, eins og á­hyggjur og kvíða, eða til að slaka á. Neysla á­fengis og reykingar veikja ó­næmis­kerfið auk þess að hafa nei­kvæð á­hrif á heilsu og vel­líðan til lengri tíma.

7. Sýnum sam­fé­lags­lega á­byrgð og fylgjum fyrir­mælum

Sýnum á­byrgð í hegðun okkar og fylgjum leið­beiningum al­manna­varna til að vernda fólkið í kringum okkur og heil­brigðis­kerfið. Forðumst einnig ó­þarfa á­hyggjur því að þær geta haft nei­kvæð á­hrif á lífs­gæði og öryggis­til­finningu okkar.

8. Höldum á­fram að læra og komum hlutum í verk

Sjáum tæki­færin í þessum sér­stöku að­stæðum og lærum eitt­hvað nýtt eða hugum að því sem við­höfum ekki náð að koma í fram­kvæmd hingað til. Nú er tíminn til að læra nýtt tungu­mál eða elda­nýjan rétt, lesa bækurnar sem bíða á nátt­borðinu, flokka mynda­safnið eða taka til í geymslunni.

9. Gefum af okkur - sýnum góð­vild og sam­kennd

Gerum eitt­hvað fal­legt fyrir aðra. Sýnum sam­kennd í verki. Brosum. Gefum öðrum af tíma okkar með því að hringja, sýna á­huga og tjá þakk­læti fyrir vin­áttu eða greiða. Bjóðum fram krafta okkar ef við­höfum tök á. Að sjá okkur sjálf sem hluta af stærra sam­hengi veitir lífs­fyllingu og eflir tengsl við aðra.

10. Njótum augna­bliksins - hér og nú

Þegar sam­komum fækkar gefst tæki­færi til að hægja að­eins á. Nýtum þessar að­stæður til að njóta augna­bliksins og dvelja meira í núinu. Tökum eftir fegurðinni í litlu hlutunum í kringum okkur og í náttúrunni með öllum skyn­færum. Leyfum þessum tíma að vera endur­nærandi og gefandi fyrir okkur.