Fara í efni

DIY – Gerðu þitt eigið þurrsjampó

Hvað gerir maður þegar það er ekki til þurrsjampó í landinu sem þú býrð í? Jú maður fer á veraldarvefinn og finnur sér ráð og hvernig hægt er að gera sitt eigið þurrsjampó. Ég þurfti ekki að fara langt fyrir þessi innkaup í sjampóið, bara inn í eldhús. Þú þarft aðeins tvennt í þetta, maísenamjöl og ósætt kakó í mínu tilfelli.
Það er mjög auðvelt að gera þurrsjampó
Það er mjög auðvelt að gera þurrsjampó

Hvað gerir maður þegar það er ekki til þurrsjampó í landinu sem þú býrð í?

Jú maður fer á veraldarvefinn og finnur sér ráð og hvernig hægt er að gera sitt eigið þurrsjampó. 

Ég þurfti ekki að fara langt fyrir þessi innkaup í sjampóið, bara inn í eldhús.

Þú þarft aðeins tvennt í þetta, maísenamjöl og ósætt kakó í mínu tilfelli.  

En ég læt líka leiðbeiningar fylgja fyrir ykkur sem eru ljós - eða rauðhærðar.   

Ég hef reynt ýmislegt hérna í Suður Asíu uppá mitt einsdæmi þar sem ekki er til hárvörur sem ég var von að nota í hárið heima eða gat verslað hjá henni Grétu minni í Modus hárstofu.   Ef þið hafið misst af „kaffi“ fyrir hárið þá getur þú smellt hér til að kanna það. En vindum okkur í „uppskriftirnar“ fyrir þurrsjampó.

Fyrir þær dökkhærðu 

Blandaðu einn á móti einum af maísenamjöl og ósætu kakó. Ef þú ert með frekar dökkt hár bættu þá meira kakó útí blönduna til að tóna við hárið þitt. 

 

Fyrir þær rauðhærðu

Fyrir rautt hár, blanda saman mjölið og kanil, einn á móti einum. Hárið á eftir að lykta dásamlega.

 

Fyrir þær ljóshærðu

Fyrir ykkur sem eru ljóshærðar og jafnvel þær gráhærðu líka, blandið saman maísenamjöli og einum til tveimur dropum af góðri olíu með ykkar uppáhalds lykt.  

 

Mæli með saltstauk

Það er mjög fínt að setja blönduna í saltstauk til að strá í rótina, en þú getur líka notað góðan förðunarbursta til að dumpa yfir hárið.  

Ef þú nennir ekki að standa í svona hárblöndu veseni fyrir þurrsjampó og þráast við að bíða eftir næsta hárþvottadegi, tékkaðu þá á þessum hárgreiðslum hér.

 

Mundu eftir okkur á Facebook