Fara í efni

Egg í Crossaint bolla

Ég prófaði þessar í fyrsta skipti um daginn og þær voru sko alveg geggjaðar. Þurftum alveg að halda aftur að okkur með að borðað þær ekki allar áður en við tókum myndir af þeim. En plúsinn var að þetta var alveg yndislegur morgunmatur daginn eftir. Ég var svo fljót að gera þetta og þetta væri alveg upplagt í brunchinn á sunnudegi.
Egg í Crossaint bolla

Ég prófaði þessar í fyrsta skipti um daginn og þær voru sko alveg geggjaðar.

Við þurftum alveg að halda aftur af okkur með að borðað þær ekki allar áður en við tókum myndir af þeim.

En plúsinn var að þetta var alveg yndislegur morgunmatur daginn eftir. Ég var svo fljót að gera þetta og þetta væri alveg upplagt í brunchinn á sunnudegi.

 

Hráefni:  

1 skammtur smjördeig

skinka

rifinn mozzarella ostur

1 egg í fyrir hvern skammt

salt og pipar

Leiðbeiningar: 

Forhitið ofninn í 180°C. Rúllið smjördeiginu út og skerið það í þríhyrninga eins og þið séuð að fara að gera crossaint út því. Takið bakka sem er með muffinsformum, skerið lengsta endann af deiginu og setjið hvern þríhyrning ofan í hvert og eitt muffinsform. Passið upp á að smyrja vel áður svo að þetta festist ekki í forminu. Næst set ég smá skammt af ostinum, þar ofan á eina sneið af skinku og að lokum er eggið sett ofan á. Það er gott að brjóta eggið áður í bolla svo að það sé örugglega ekki skemmt og hella því svo í formið ofan á skinkuna. Kryddið með salti og pipar eftir smekk og skellið svo í ofninn. Bakið í 20-25 mínútur eða þangað til eggjahvítan er orðin alveg hvít.

 

Mundu eftir okkur á Facebook