Fara í efni

Einfalda eplabakan

Það er bara eitthvað við epli og kanil - þegar þessi tvö hittast þá verður til alveg hreint guðdómlegt bragð. Þessi ofureinfalda eplabaka tekur ótrúlega stuttan tíma að gera og svo er hægt að hafa hana "raw" og sleppa því að baka eða hafa hana heita.
Einföld eplabaka
Einföld eplabaka

Einfalda eplabakan

Innihald:
150gr pecanhnetur
40 gr valhnetur
½ bolli döðlur
¼ tsk sjávarsalt

Aðferð:
Allt sett í matvinnsluvél – blandað vel saman.
Sett í eldfast mót og þjappað vel niður í botninn.

Fyllingin

Innihald:
6 meðalstór epli (skræld og kjarnhreinsuð)
½ bolli döðlur
¼ bolli rúsínur
2 tsk kanill
¼ tsk salt

Aðferð:
Blandið 2 epli, döðlunum, kanil og salti vel saman í matvinnsluvél.
Sett til hliðar í skál.
Eplin sem eftir eru sett í matvinnsluvél EN bara rétt söxuð niður.
Öllu blandað saman og sett yfir botninn.

Hægt er að borða bökuna án þess að baka og kæla þá bara vel áður eða baka í ofni við 180 gr í 25-30 mín.

Meðlæti

Borið fram t.d. með heimagerðum kanilís.

Innihald:
3 litlir frosnir bananar
1 ½ tsk kanill

Sett í matvinnsluvél og blandað vel saman.

Njótið!

Heilsukveðja,
Ásthildur Björns