Fara í efni

Ekki deyja með eftirsjá - Lifðu lífinu til fullnustu

Hérna eru fimm atriði sem fólk á dánarbeðinu nefnir að það sjái mest eftir að hafa ekki gert á meðan það hafði fulla heilsu til.
Lifðu lífinu til fullnustu
Lifðu lífinu til fullnustu

Hérna eru fimm atriði sem fólk á dánarbeðinu nefnir að það sjái mest eftir að hafa ekki gert á meðan það hafði fulla heilsu til.

1. Ég vildi að ég  hefði haft hugrekkið til að lifa lífinu sem mig langaði að lifa, ekki lífinu sem aðrir ætluðust til af mér.

Þetta er algengasta eftirsjáin af þeim öllum. Þegar fólk gerir sér grein fyrir því að þeirra lífi er næstum lokið og þau líta um öxl, er auðvelt að sjá hversu margir draumar rættust aldrei. Flestir höfðu ekki einu sinni náð að láta helming drauma sína rætast og létust vitandi það að þetta var vegna vals sem þau höfðu valið eða ekki valið.

Það er afar mikilvægt að elta a.m.k einhverja af draumum sínum. Því þegar heilsan er farin að þá er það orðið of seint. Heilsan gefur okkur frelsið sem margir gera sér ekki grein fyrir fyrr en það er orðið of seint.

2. Ég vildi að ég hefði ekki unnið svona mikið.

Allir karlkyns sjúklingarnir nefndu þetta. Þeir misstu af miklu í uppeldi barna sinna og tíma með eiginkonunni. Konur nefndu þetta einnig.

Með því að einfalda aðeins þinn lífsstíl og taka ákvarðanir að þá gæti verið að þú hafir ekki þurft á öllum þessum launum að  halda sem þú fékkst fyrir alla yfirvinnuna og fjarveru frá heimili.

3. Ég vildi að ég hefði haft hugrekki til tjá tilfinningar mínar.

Margir bæla niður tilfinningar sínar til að halda friðinn. Þau sættu sig frekar við sína tilvist eins og hún var orðin. Við getum auðvitað ekki stjórnað því hvernig aðrir bregðast við. En, þegar þú opnar þig og loksins tjáir þínar tilfinningar og ert hreinskilinn að þá færir það þitt samband við fjölskyldun upp á nýtt plan. Annað hvort það eða þú sérð loksins hverjir vinir þínir eru því þeir hverfa fljótt úr þínu lífi. En það er sama, þú vannst.

4. Ég vildi að ég hefði haldið sambandi við vini mína.

Yfirleitt þá var það orðið of seint að tengjast gömlum vinum, liggjandi á dánarbeðinu. Fólk gerði sér þá fyrst grein fyrir því hversu gott það hefði verið að hafa góðan vin eða vinkonu hjá sér á þessum síðustu stundum. Flestir sem nefndu þetta voru svo önnum kafnir í sínu eigin lífi að þeir létu hin gullna vinskap sigla lönd og leið. Allir sakna vina sinna þegar þeir eru að deyja.

Það er of algengt hjá fólki sem er upptekin í sínu lífi að láta vinskap liggja á hakanum.

5. Ég vildi að ég hefði leyft sjálfri/sjálfum mér að vera hamingjusamari.

Þessi eftirsjá kom mest á óvart. Það er eins og margir átti sig ekki á því að hamingjan er val. Þetta fólk hafði verið fast í sömu rútínunni mestan part ævinnar. Oft tengist þetta hræðslunni við breytingar þannig að þessir einstaklingar þóttust vera ánægðir í sínu lífi og út á við að þá virtist það vera þannig.

Þegar þú liggur á dánarbeðinu þá ertu ekki að hugsa um hvað öðrum finnst um þig. Það er ánæguleg hugsun að geta farið með bros á vör og haldið áfram að brosa hvar svo sem við endum upp eftir dauðann.

Grein skrifuð að hjúkrunarkonu sem tók viðtöl við deyjandi sjúklinga sína og má lesa meira HÉR