Fara í efni

Erna Hrönn Ólafsdóttir syngur, sér um morgunþátt á FM957 og er “múltí-tasker”

Hún Erna Hrönn er á 33.aldursári og mikill múltí-tasker að eigin sögn. Hún á stóran og fallegan barnahóp en sjálf hefur hún gengið í gegnum 3 fæðingar og fékk 3 skvísur í bónus þegar hún fór að vera með unnusta sínum.
Erna Hrönn
Erna Hrönn

Hún Erna Hrönn er á 33.aldursári og mikill múltí-tasker að eigin sögn. Hún á stóran og fallegan barnahóp en sjálf hefur hún gengið í gegnum 3 fæðingar og fékk 3 skvísur í bónus þegar hún fór að vera með unnusta sínum.

“Ég er söngkona og framundan eru mjög spennandi verkefni. Það er ABBA-show, Skonrokk og Meat Loaf tónleikar. Einnig vinn ég líka við dagskrágerð á tveimur útvarpstöðvum, Fm957 og Léttbylgjunni. Ég tek líka á móti skólahópum sem koma og heimsækja 365 miðla.”

“Ég er ótrúlega spennt fyrir sumrinu, það er svo dásamlegt að fá birtuna inn eftir svartasta skammdegið” sagði Erna Hrönn.

Hvernig hagar þú þínum morgnum? 

Vekjaraklukkan hringir 5:48 og varaklukkan 6:01. Ég skelli mér í snögga sturtu og kem mér í gang. Ég er mætt í vinnuna 6:30 og hef þá hálftíma til að klára að undirbúa Morgunþáttinn á Fm 957 sem fer í loftið á slaginu 7:00. Þátturinn klárast kl.10 og þá fæ ég mér yfirleitt morgunmat og fer í að undirbúa næsta dag en tvisvar í viku fæ ég til mín skólahópa sem koma að skoða fyrirtækið kl.10 og heimsókninni lýkur kl.12.

Syngur þú í baði?

Nei, ég söngla yfirleitt í sturtu en les í baði.

Ef þú þyrftir að velja eitthvað fernt sem þú mættir bara borða til æviloka, hvað myndiru velja?

Bananar, jarðaber, ananas og tvímælalaust súkkulaði (til að dýfa í ) :) 

Ertu dugleg í hollustunni?

Ég mætti vera duglegri en ég tek mínar tarnir og mér líður aldrei betur en þegar ég borða hreint fæði og lágmarka sykur.

Hvað gerir þú til að halda þér í formi?

Ég er nú ekki í neinu svakalegu formi en ég er að æfa blak einu sinni til tvisvar í viku og var að byrja í ræktinni í síðustu viku. Stefnan er tekin á hlaupabrettið að minnsta kosti þrisvar í viku ;)

Hvaða ráðleggingu myndir þú gefa manneskju sem er að berjast við þunglyndi?

Fyrst og fremst að leita sér hjálpar, því ég hef sjálf verið að berjast við þennan sjúkdóm og það var góð fagmanneskja sem bjargaði mínu lífi. En það getur verið erfitt að koma sér á staðinn svo það sem ég myndi ráðleggja er að halda dagbók yfir hugsanir og tilfinningar og reyna að finna alltaf eitthvað jákvætt til að setja á blaðið því það er ótrúlegt hvað það gerir manni gott að skrifa niður. 

Rétt hent eða örvhent?

Rétthent.

Ertu með einhvern kjæk eða leiðinlegan ávana?

Ég naga neglurnar þegar ég verð stressuð... 

Besta lag allar tíma ?

"To make you feel my love" eftir Bob Dylan, flott melódía og fallegur texti.

Ef þú værir beðinn um að gefa gott ráð til hóps af fólki, hvert væri þitt ráð?

Brosið er sterkasta vopnið í baráttunni.