Fara í efni

Fatnaður - börn

Það er oft efnalykt af nýjum fötum því við framleiðslu á fatnaði og skóm eru notuð ýmis efni og geta sum þeirra setið eftir í vörunni þegar hún er tilbúin til sölu. Ný föt geta því innihaldið skaðleg efni sem komast í snertingu við húð barnsins.
Fatnaður - börn

Það er oft efnalykt af nýjum fötum því við framleiðslu á fatnaði og skóm eru notuð ýmis efni og geta sum þeirra setið eftir í vörunni þegar hún er tilbúin til sölu.

Ný föt geta því innihaldið skaðleg efni sem komast í snertingu við húð barnsins.

Dæmi um slík efni eru litarefni og þalöt sem er mýkingarefni í PVC-plasti. Plastmyndir á barnafötum geta verið búnar til úr PVC-plasti sem hefur verið mýkt með þalötum. Í fötum og annarri vefnaðarvöru geta einnig verið hættuleg litarefni og formaldehýð sem er ofnæmisvaldur. Þessi efni skolast yfirleitt burt við þvott og því er rétt að þvo fatnað áður en hann er tekinn í notkun.

PVC-plast getur skaðað umhverfið þegar það endar í ruslinu. Því skal skila PVC-vörum til endurvinnslu. Margir neytendur hafa þó ekki vitneskju um hvort þær vörur sem þeir eru að nota innihalda PVC og því endar mikið af PVC í heimilissorpi. Hér má sjá umfjöllun um flokkun á plasti.

  • Þvoið ætíð barnaföt áður en þau eru notuð í fyrsta skipti. Við þvottinn hverfa langflest þeirra skaðlegu efna sem notuð voru við framleiðsluna. 
  • Veljum Svansmerkt föt en margir framleiðendur hafa fengið Svansvottun á hluta af sinni framleiðslu og því er vert að skoða fötin með tilliti til umhverfismerkja.

Upplýsingar um föt af heimasíðu Miljøstyrelsen í Danmörku.

Heimild: ust.is