Fara í efni

Fimm þættir sem hafa áhrif á kynlífið

Þó svo að það vilji oft gleymast þá er heilinn „mikilvægasta líffærið“ þegar kemur að kynlífi!
Fullnægjandi kynlíf er stór þáttur í sambandi para
Fullnægjandi kynlíf er stór þáttur í sambandi para

Þó svo að það vilji oft gleymast þá er heilinn „mikilvægasta líffærið“ þegar kemur að kynlífi! Líffærin og ferlin sem koma við sögu eru þó fleiri og þau spila mismunandi og mis stórt hlutverk, en allt snýst þetta þó um samverkun þeirra þátta sem skapa þá dásemd sem gott kynlíf getur verið. 

Í fyrsta lagi þurfa æxlunarfærin að vera starfandi og nokkuð heilbrigð ef svo má segja. Oft hafa utanaðkomandi þættir til að mynda reykingar, óhófleg áfengisneysla, hækkandi aldur, lyf,  sjúkdómar eða slys neikvæð eða hamlandi áhrif. Magn og jafnvægi hormóna svo og eiginleikinn að finna til löngunar í kynlíf eru aðrir lykilþættir. Meðganga og í kjölfar barnsfæðingar eru tímabil sem kynlíf para tekur miklum breytingum en ekki vefður farið í þann þátt hér.

Andlegir og tilfinningalegir þættir sem spila hlutverk í kynlífi.

Vandamál í samböndum para

Spenna, álag og tilfinningaleg fjarlægð eru stærsti þátturinn og geta hæglega eyðilagt gott kynlíf. Deilur, til að mynda um peningamál og barnauppeldi, sem hafa ekkert með kynlíf að gera, geta verið rót vandans og hindrað gott kynlíf hjá pörum. Það getur líka verið á hinn veginn að vandamál í kynlífi setja streitu inn í sambandi sem hindrar góð samskipti í daglegu lífi. Hér þarf að komast að undirrót vandans á hvorn veginn sem hann er og vinna úr honum. 

Hræðsla yfir lélegri frammistöðu

Hræðsla yfir því að „standa sig illa í rúminu“ og streitan sem fylgir getur dregið úr því hvernig einstaklingurinn nýtur kynlífs og jafnvel dregið úr löngun til að stunda kynlíf með maka sínum.

Þessi þáttur hrjáir bæði karla og konur og hættan eykst oft þegar fólk nálgast fimmtugs aldurinn.

Líkamsímynd og sjálfstraust

Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að einstaklingi finnst hann vera langt frá því að vera kynæsandi. Náttúrulegi þættir eins og hrukkur, öldrun og hrörnun líkamans eru óumflýjanlegir. Meðganga hefur mismunandi áhrif á líkama kvenna og lætur sumum konum líða minna kynæsandi en áður. Lífstílstengdir þættir til að mynda lélegt mataræði og hreyfingarleysi og í kjölfar þess þyngdaraukning og lélegt líkamsform spilar einnig sinn þátt og getur hæglega dregið úr löngun einstaklingsins til að láta snerta sig og eiga náið og innilegt samband sem oft er undanfari góðs kynlífs.

Væntingar og fyrri kynlífsreynsla

Kynhneigð er manninum meðfædd en fjölskylda, menning, trúarlegur bakgrunnur, fjölmiðlar og kunningjar, sér í lagi á unglingsárum hafa mest áhrif á það með hvaða augum þú sérð kynlíf og jafnvel hvernig þú vilt haga þínu kynlífi. Fyrir margar eru þessir áhrifavaldar jákvæðir og uppbyggjandi en því miður er því ekki alltaf svo farið.

Streita og breytingar á högum

Streita og þreyta getur fljótt eytt allri löngun í kynlíf. Það er ekki skrítið því kynlíf er orkukrefjandi og tekur frá hvíldartímanum í rúminu, bæði í raun mjög jákvætt og ánægjulegt! Streita getur komið úr svo mörgum mismunandi áttum, erfiðleikar í barna uppeldinu, erfiðleikar í samskiptum við unglinginn á heimilinu, fjárhagslegur mótbyr, sjúkdómar jafnt eigin sem og veikindi ástvina, vandamál á vinnustað svo fátt eitt sé talið. Allt þetta getur spilað sinn þátt í því að tveir einstaklingar geta ræktað samband sitt og kynlíf.

Það er mikilvægt að pör vinni saman í vandamálum sem hindra gott kynlíf, ástæðan er sú að gott kynlíf getur verið góð kveikja að bættu sambandi því það er svo einfalt og kostar ekki neitt og skilar svo mikilli vellíðan þegar báðir aðilar geta verið þeir sjálfir og látið tilfinningar sínar í ljós.

Höfundur greinarinnar er langt frá því að vera sérfræðingur í málefninu en skrifar greinina af eintómum áhuga og löngun til að deila áhuganum og efninu með lesendum Heilsutorgs.

Fríða Rún Þórðardóttir 
Næringarráðgjafi, Næringarfræðingur B.S.c, M.S.c, Íþróttanæringarfræðingur

Heimild:
HEALTHbeat Archives www.health.harvard.edu
Harvard University health publications USA