Fara í efni

Grænn með rauðum vínberjum, chia og sesam fræjum

Þessi varð víst til af slysni. En engu að síður þá er hann afar góður.
Grænn með rauðum vínberjum, chia og sesam fræjum

Þessi varð víst til af slysni. En engu að síður þá er hann afar góður.

Chia fræin eru full af omega-3 og sesamfræin eru rík af kalki.

Uppskrift er fyrir einn. Drykkur númer 19.

Hráefni :

1 bolli af rauðum vínberjum

2 tsk af chia fræjum – leggja í bleyti í um 5 mínútur

1 banani

3 bollar af baby spínat

1 msk af sesam fræjum

Vatn eftir smekk

Leiðbeiningar:

Bættu slatta af vatni í blandarann og settu svo mjúku ávextina saman við og láttu blandast þar til mjúkt

Því næst setur þú allt grænt saman við og blandar á góðum hraða í c.a 30 sekúndur.

Gott er að hafa t.d bananann frosinn til að drykkur sé ferskur og kaldur.

Í þessum drykk má finna fólínsýru,B1 – B6 vítamín, K-vítamín, magnesium,manganese, kalíum og zink.

Njótið vel!