Fara í efni

Leið að heilsusamlegra lífi

Í samfélagi okkar í dag er lélegt líkamlegt ástand orðið áberandi þar sem fjölmargir eru of þungir og/eða of veikburða.
Hann er ansi liðugur hann Gísli
Hann er ansi liðugur hann Gísli

Í samfélagi okkar í dag er lélegt líkamlegt ástand orðið áberandi þar sem fjölmargir eru of þungir og/eða of veikburða. 

Staðall margra eða kröfur til hreysti er orðinn metnaðarlítill. Vegna þeirrar einhæfni þar sem fólk hefur leyft sér að slaka meira og meira á. Allir ættu þó að geta vera ánægðir eins og þeir eru en margir hafa dottið inn í einhvern þægindarhring þar sem allt sem kallast erfiði er fordæmt eða hunsað. Erfiðið á bak við það að hreyfa sig reglulega eða standast hvers konar freistingar, eins og í mataræði til dæmis, er einfaldlega of mikið til þess að takast á við það.

aa

Fólk hefur sinn rétt og frelsi til þess að gera hvað sem það vill, svo lengi sem það valdi ekki öðrum skaða. En ef það lætur alltaf undan freistingum verður það fyrr en varir þrælar langana sinna. Það missir stjórn á löngunum sínum eða freistingum og líkamsástandið versnar með hverju árinu. 

Lífsstíll skyndilausna, þar sem flestum vandamálum líkamans er sópað undir teppið hefur þróast í líf þar sem ekki virðast nógu margar klukkustundir í hverjum sólarhring. Fólk með höfuðverk eða bakverk bryður verkjatöflur líkt og Skittles og of hár blóðþrýstingur er læknaður með lyfjum. Fólk telur sér trú um að það hafi stjórn á lífi sínu en er sannast sagna þrælar þess lífsstíls sem það lifir. Það telur sér trú um að því líði vel, en er það ekki bara blekking?

bb

Það vantar viljastyrkinn eða leiðbeiningar til þess að breyta sínum lífsstíl til betri vegar.

Því langar mig að kynna nýtt námskeið sem ég hef sett saman og mun kenna í Reykjavík og á Akureyri. Þetta námskeið mitt er aðeins öðruvísi en gengur og gerist, því ég ætla ekki að reyna að koma fólki í gott form á aðeins 4 vikum, það er ekki hægt að mínu mati. Því gott form er svo miklu meira en að geta hlaupið 5 km í Reykjavíkurmaraþoninu.

Gott form er frelsi til þess að geta gert allt sem mann langar, andlega og líkamlega, og það er nákvæmlega það sem ég mun kenna.

Á þessu námskeiði mun ég fara yfir grunninn sem gengur út á það að koma líkamanum til góðrar heilsu. Kennsla á réttri líkamsstöðu með mikilli áherslu á líkamsmeðvitund verður í fyrirrúmi en einnig hvernig auka megi viljastyrk sinn þar sem mataræði og hugarfar verður tekið fyrir. 

Á þessu námskeiði ætla ég ekki að segja ykkur hvað þið eigið að gera heldur kenna ykkur hvað hafa ber í huga til þess að geta sjálf tekið ábyrgð á ykkar líkamlegu hreysti. Ég mun gera mitt allra besta svo að þegar námskeiðinu lýkur hafi allir mjög góða hugmynd um það hver næstu skref þeirra geti verði í átt að auðveldara og frjálslegra lífi.

Ég er löngu búinn að átta mig á því hversu erfitt er að breyta hegðun fólks. Því mun ég ekki gefa fyrirskipanir og halda uppi heraga, heldur mun ég reyna að byggja upp áhuga svo að spurningar vakni hjá ykkur sjálfum. Og þá verð ég tilbúinn með svörin.

gg

En hver er ég og afhverju held ég að ég hafi eitthvað annað upp á að bjóða í heilsurækt?

Ég nálgast líkamann frá aðeins öðruvísi sjónarmiði en almennt þekkist, en ég er menntaður í næringu, mataræði og nánast öllu sem við kemur æfingum og hreyfingu. Eftir að hafa búið og lært í Bandaríkjunum, Tælandi, Englandi, Indlandi, Austurríki og Kína, samtals í tæp 4 ár, hef ég skapað mér mjög breiðan grunn sem ég byggi á. Ég er með kennsluréttindi í Jóga, bardagalistum (Shaolin Kung Fu og Muay Thai) og skíðaiðkun en er einnig lærður nuddari í Accupressure, Indversku höfuð- og olíunuddi. 

Með 6 vikna stoppi mínu á landinu býð ég upp á þetta 4 vikna námskeið sem byrjar 17. og 18. nóvember í World Class í Reykjavík og einnig vikulangt námskeið sem byrjar 15. desember í Átaki á Akureyri.

Þetta námskeið hef ég þegar kennt í Austurríki og Kína og hlakka til að bjóða Íslendinum upp á það einnig.

Með von um að sjá sem flesta.

Gísli Gunnarsson Bachmann.

bb