Fara í efni

Heitbinding, trúverðugleiki, agi...orð frá Guðna á blautum og vindasömum sunnudegi

hugleiðing á Sunnudegi~
hugleiðing á Sunnudegi~

Við tölum um heitbindingu en ekki skuldbindingu, enda skuldum við ekki neitt og ef við skulduðum eitthvað þá myndum við svo sannarlega ekki binda okkur skuldinni, ekki frekar en öðrum veraldlegum fyrirbærum.

Heitbinding. Trúverðugleiki. Agi.
Heit-binding felur í sér hita, ljós, loforð, aga, staðfestu.

Trú-verðug-leiki felur í sér yfirlýsingu um að ég treysti mér til að vera verðugur – ég trúi mér og treysti mér, enda lifi ég með fullri heimild til velsældar og er þess vegna verðugur.

Agi þýðir einfaldlega að ég stend við það sem ég segi, bæði gagnvart sjálfum mér og öðrum. Og smám saman hef ég staðið við eigin heitbindingar nógu oft til að ég öðlast sjálfstraust – ég er aftur farinn að trúa mér og treysta.