Fara í efni

Hlaup.is stendur fyrir vali á langhlaupara ársins

Í sjötta skiptið stendur hlaup.is fyrir vali á langhlaupara ársins, bæði í karla- og kvennaflokki.
Hlaup.is stendur fyrir vali á langhlaupara ársins

Í sjötta skiptið stendur hlaup.is fyrir vali á langhlaupara ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. Þá er einkum verið að horfa til afreka í götu- og utanvegahlaupum eða annarri keppni í langhlaupum. Afrek er afstætt, getur verið góður tími miðað við aldur, óvenjulegt verkefni, þrautseigja og kjarkur eða hvaðeina sem hægt er að meta til viðurkenningar.

Tólf hlauparar eru tilnefndir, sex í karlaflokki og sex í kvennaflokki. Nánar má lesa um afrek þeirra tilefndu á hlaup.is

Kosningin fer fram á hlaup.is en hver og einn getur aðeins kosið einu sinni, karl og konu. Kosningaformið má nálgast hér.

Einnig stendur yfir kosning á hlaupi ársins. Kosningin fer fram á hlaup.is með því að hlauparar gefa hlaupum einkunn. Kosningaformið má nálgast hér.

Hægt verður að kjósa langhlaupara og hlaup ársins til kl. 24 miðvikudaginn 28. janúar 2014.

Verðlaunaafhending verður síðustu helgina í janúar (nánari tímsetning síðar) og tilkynnt verður um niðurstöðu kosningar í kjölfarið á hlaup.is.

Sjá frétt hlaup.is um langhlaupara ársins 2013.

Meðfylgjandi mynd skal merkja hlaup.is. (Myndatexti: Myndatexti sæti 1-3: Stefán Gíslason (3), Friðleifur Friðleifsson (2), Kári Steinn Karlsson (1), Helen Ólafsdóttir (1) og Elísabet Margeirsdóttir (2). Á myndina vantar Arndísi Ýr Hafþórsdóttir (3).)

Nánari upplýsingar gefur Torfi H. Leifsson S. 845 1600 torfi@hlaup.is