Fara í efni

Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni lífsráðgjafa

Hugleiðing á löngum föstudegi~
Hugleiðing á löngum föstudegi~

Að halda upp á daginn í upphafi dags

Eitt stærsta tækifærið sem fyrir okkur er að velja ferli til velsældar. Ein hugmyndin er sú að leggjast til hvílu á hverju kvöldi og fara yfir þá velsæld sem þú hefur öðlast og þau tækifæri sem þú hefur viljað til þín, í þakklæti og lotningu, í hjartanu.

Að leggjast til hvílu með þann ásetning og vilja að vinna úr til- vist þinni og melta hana í hvíldinni yfir nóttina; að leyfa líðandi degi að verða blessaður hluti af komandi birtingu og hafa þann ásetning að endurnýjast inn í augnablik þeirrar augljósu blessunar sem bíður þín að morgni.

Að opna augun að morgni, finna loftið í lungunum og blóðið í æðunum og hrópa samstundis upp af þakklæti fyrir að vera á lífi og dansa og fagna, liggjandi í rúminu.