Fara í efni

Kærleikurinn, hugleiðing frá Guðna

Hugleiðing á laugardegi~
Hugleiðing á laugardegi~

Sá sem er tilbúinn til að fylgjast með sér í algjöru hlutleysi og fullum kær- leika öðlast það sem sumir myndu kalla náðargáfu, jafnvel ofurkrafta sem hvaða ofurhetja sem er væri stolt af.

Þannig manneskja gerir aldrei mistök. Ég meina það.

Þannig manneskja sér allar gjörðir sínar sem gæfu, ekki síst þær gjörðir sem gætu flokkast sem mistök undir venjulegum kringumstæðum.

Ástæðan er sú að „mistökin“ opinbera blekkinguna og verða þannig að blessun og stóru tækifæri til að afhjúpa hana enn frekar; til að dýpka sjálfsskilninginn og draga enn úr mætti skortdýrsins.

Þannig manneskja sparkar auðvitað aldrei í sig liggjandi þegar hún gerir „mistök“ heldur þakkar hún fyrir þessa blessun og tækifæri til að læra og þroskast.