Fara í efni

Lærðu að gera listaverk á steina

Listaverk málað á steina.
Fallegt að mála á steina
Fallegt að mála á steina

þegar ég var að garfa á netinu um daginn og var að leita að einhverju allt öðru en þessum fallegu og skemmtilegu steinum inn á þessu dásemdar bloggi villabarnes.com.

Mér fannst ekki annað hægt en að deila þessu með ykkur. 

Að setja svona fallegar myndir yfir á steina finnst mér mjög smart og falleg. Þar sem styttist óðum til jóla þá gæti þetta verið falleg og persónuleg jólagjöf eða bara fyrir heimilið þitt. 

jj

Þetta virkar sáraeinfalt á netinu og nú er bara að fara út og athuga hvort að þú finnir gangstéttarhellu og helst þá brotna eða bara fallega steina úr fjörunni.

Aðferð:

Hreinsa steininn vel og vandlega.

Hvít vatnsþynnt málning borin á og látið þorna vel.

Nota „Splendid Blender“ penna sem þú getur fundið í föndurbúðum.  Eða pantað hann HÉR.

Prenta út mynd sem þig langar að nota í „laser“ prentara.  Blekprentari dugar ekki í þetta verkefni.

Setja myndina niður og snúa að steininum. 

Nota pennann vel yfir mynd og passa vel uppá að myndin sitji kyrr á meðan.  Ef hún rennur til þá færðu ekki alveg nógu góða útkomu og myndin verður óskýr.

Varað er við lykt af þessum penna og væri betra að gera þetta í bílskúrnum eða í góðu rými og opna jafnvel vel gluggana. 

aa

Heimild: villabarnes.com