Fara í efni

Húsráð við lús

Lúsin lætur á sér kræla þessa dagana.
Þær eru ekki eitthvað sem við viljum í hárið okkar
Þær eru ekki eitthvað sem við viljum í hárið okkar

Lúsin lætur yfirleitt á sér kræla á haustin með tilheyrandi fjaðrafoki og hún getur verið lævís og lipur og fer ekki í manngreiningarálit þegar hún trítlar á milli hausa, þrátt fyrir að hafa verið sett í samhengi við sóðaskap og fátækt hér áður fyrr. 

Eitt af þeim húsráðum sem gagnast hafa vel við lús er að nota ilmkjarnaolíur, edik og vatn. Ilmkjarnaolíur eru magnað fyrirbæri þ.e. ef þær eru 100% hreinar. Þær eru unnar úr jurtum með eimingu eða pressun svo úr verður samþjappað og kröftugt efni sem kallast ilmkjarni og er hann 100.000 sinnum kraftmeiri en sjálf jurtin.

Lúsablanda

Áburður:

4 dr. Euculyptus radiata
2 dr. Lavender
2 dr. Geranium
2 msk kókosolía

Ilmkjarnaolíum blandað út í kókosolíuna og borið í hárið. Gott að setja plast yfir og láta standa í 30 mín.

Skol:

4 dr. Euculyptus radiata
2 dr. Lavender
2 dr. Geranium
½ bolli lífærnt eplaedik
8 bollar volgt vatn

Til að skola hárið er sömu ilmkjarnolíum núna blandað út í ½ bolla af lífrænu eplaediki og 8 bollum af volgu vatni. Hrist vel saman og hárið skolað.

Fyrirbyggjandi:

4-5 dropar Lavender ilmkjarnaolía
2 msk dl hreint alcohol
5 msk vatn

Blandað saman í litla glerflösku með úðara. Spreyjað í hárið eftir þörfum.

Þessi húsráð koma frá Young Living sem sérhæfir sig í framleiðslu á ilmkjarnaolíum.

Þetta góða ráð er fengið af vef hun.is aa