Fara í efni

Matvælaöryggi - gæði, öryggi og hagkvæmni - skráningafrestur er til 21.október

Í samstarfi við Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ).
matvælaöryggi skiptir máli
matvælaöryggi skiptir máli

Í samstarfi við Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ)

Þeir sem hafa unun af matargerð eiga margir þann draum að stofna eigið matvælafyrirtæki en ferlið að settu marki er yfirgripsmikið þegar markmiðið er að tryggja öryggi, gæði og hagkvæmni frá fyrsta degi. 

Þeir sem starfa í mötuneytum eða sjá um rekstur þeirra, og hafa áhuga og metnað í að starfsemin þar sér örugg og ánægjuleg þurfa einnig að hafa þætti er snúa að gæðamálum, öryggi og upplýsingagjöf að leiðarljósi. 

Námskeiðinu er ætlað að veita góða innsýn inn í lög og reglur í umhverfi matvælafyrirtækja og mötuneyta, helstu gæðakerfi og staðla, uppsetningu þeirra og eftirfylgni svo og þá möguleika sem bjóðast í utanaðkomandi þjónustu. 
Kynntar verða nýjar reglur um upplýsingar um matvæli sem taka gildi í desember 2014 og yfirlit gefið yfir aðrar reglur sem varða merkingar. 
Fjallað verður um kröfur sem gerðar eru til byggingar og búnaðar matvælafyrirtækja í lögum og reglugerðum, starfsleyfi, ábyrgð matvælafyrirtækja í að tryggja örugg matvæli, mikilvægi innra eftirlits og opinbert eftirlit. Rætt verður um helstu líf-, efna- og eðlisfræðilegu hættur sem tengist hráefnum og matvælaframleiðslu og geta valdið heilsutjóni hjá neytendum. Þá verður fjallað um uppbyggingu HACCP kerfa og rætt um mismunandi leiðir við greiningu á hættum í vinnsluferlum og aðferðir til að hafa stjórn á greindum hættum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Lög og reglugerðir, ábyrgð, starfsleyfi, innra eftirlit, opinbert eftirlit.
• Hættur í matvælum og helsta uppruna hættulegrar mengunar í matvæli.
• Hegðun mismunandi hættuþátta í matvælum frá frumframleiðslustigi til neyslu.
• Hvernig koma má í veg fyrir eða takmarka matarsjúkdóma.
• Þróun HACCP kerfa og kröfur varðandi góða starfshætti.
• Helstu þætti við hættugreiningu og greiningu á mikilvægum stýristöðum.
• Nýjar reglur um upplýsingar um matvæli og gefin yfirsýn yfir gildandi reglur.
• Sérstöðu Íslands og tækifæri sem skapast vegna þess.
• Markaðssetningu vöru fyrir erlenda markaði.
• Markaðssetningu vöru á Íslandi fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn.

Ávinningur þinn:

• Þekking á hvaða reglur gilda um matvælafyrirtæki.
• Þekking á mikilvægi innra eftirlits.
• Skilningur á ábyrgð matvælafyrirtækja og uppbyggingu opinbers eftirlits.
• Þekking á helstu hættum í matvælum sem valdið geta heilsutjóni.
• Þekking á helstu sjúkdómseinkennum af völdum matarsjúkdóma.
• Þekking á fyrirbyggjandi aðferðum til að koma í veg fyrir matarsjúkdóma.
• Þekking á kröfum varðandi góða starfshætti í matvælafyrirtækjum.
• Þekking á 7 reglum HACCP.
• Skilningur á hættugreiningu og helstu leiðum til að stýra greindum hættum í vinnsluferlum matvæla.
• Yfirsýn yfir nýjungar í reglum um upplýsingar um matvæli.
• Skilningur á því fyrir hvað umhverfisvæn matvælaframleiðsla stendur.
• Dæmi um hvernig nýta má betur auðlindir heimsins.
• Innsýn inn í sérstöðu Íslands.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrst og fremst sniðið að þörfum fagfólks s.s. starfsmönnum matvælafyrirtækja og öðrum sem starfa við framreiðslu á matvælum.

Kennari(ar):

Dóra S. Gunnarsdótti, fagsviðsstjóri á Matvælaöryggis- og neytendamálasviði Matvælastofnunar.

Franklín Georgsson, sviðsstjóri Matís og dósent í Matvæla- og næringarfræðideild HÍ.

Margeir Gissurarson, matvælafræðingur og verkefnastjóri hjá Matís og stundakennari í Matvæla- og næringarfræðideild HÍ.

Jónína Þ. Stefánsdóttir, sérfræðingur í merkingum matvæla og fagsviðsstjóri á Matvælastofnun.

Sjöfn Sigurgísladóttir, fyrrum forstjóri Matís og ein af stofnendum Matorku ehf á Íslandi og Matorka Holding AG í Sviss. Sjöfn starfar nú hjá Bluerise.

Skráningarfrestur :

21. október 2014

Upplýsingar:

Kennsla / umsjón:

Umsjón með námskeiðinu hefur Fríða R. Þórðardóttir, næringarfræðingur við LSH.

Hvenær:

Þri. 28. okt. kl. 9:00 - 12:00 og 12:30 - 16:40.

Hvar:

Endurmenntun, Dunhaga 7 .

Verð:

23.900 kr. 
 
Sjá nánar HÉR