Fara í efni

Sérfræðingar vara við því að heilar eru að minnka

Hér eru ráðleggingar til að byggja upp heilbrigðari heila.
Viljum við ekki öll heilbrigðan heila?
Viljum við ekki öll heilbrigðan heila?

Hér eru ráðleggingar til að byggja upp heilbrigðari heila.

„Mataræði okkar hefur breyst svo mikið á síðustu 100 árum að heilinn er að minnka“ segir Dr.Drew Ramsay prófessor í geðlækningum við Columbia University og höfundur bókarinnar „ Fifty shades of Kale“.

„En jafnframt með hverri máltíð sem við neytum þá höfum við tækifæri á því að gera breytingar á þessu og þar með fæða heilbrigðari heila“

„Við erum að hafa áhyggjur af offitu og hjartasjúkdómum og krabbameini“ segir Dr. Ramsay. „En í rauninni þá er það maturinn sem við borðum sem skiptir máli upp á það að hafa heilbrigðan heila“.

Dr. Ramsay segir að það sé nauðsynlegt að hugsa fyrst og fremst um matinn þegar verið er að meta geðheilsu fólks, því margir sem þjást af þunglyndi og kvíða, sem dæmi, hefur með það að gera hvað fólk er að borða. Sem dæmi eru um tvær billjónir manns um allan heim með járnskort. Hann segir að ef hægt væri að bæta úr þessu og allir fá réttan dagsskammt af járni þá muni greindarvísindatalan hækka um 13 stig.

„Við myndum í raun vera með gáfaðari plánetu ef allir væru að borða rétt“.

Hverju mælir hann með til að efla heilann?

Borða mat sem er pakkaður af næringu. Hann mælir með grænkáli og segir að það sé grænmetið sem er stútfullt af næringarefnum. Einn bolli af grænkáli inniheldur bara 33. kaloríur en 204% af RDS af A-vítamíni, 680% af RDS af K-vítamíni. Hann útskýrir að þetta dæmi um næringu sé í raun mikilvægara en að telja kaloríur.

Annað sem hann mælir með eru chia fræ, raw kakó, hemp fræ og sprírulína.

Borðið meira af hnetum og fræjum

Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem neyta hneta eru minna líklegir til að hafa lága virkni tauga í heila.

Brasilíuhnetur, pekans, möndlur og kasjúhnetur eru þær sem hann mælir með.

Hafðu ávallt í huga hvað þú ert að láta ofan í þig

„Þegar heilinn er sveltur af ákveðnu næringarefni þá verður hann minna virkur, minnið fer að gefa sig ásamt fleiru“.

Matur eins og hnetur og fræ og afar næringaríkt grænmeti og ávextir og einnig dökkt súkkulaði, grænt te, baunir og auðvitað omega-3 hjálpa heilanum að vera heilbrigður og byggja hann vel upp.

Mundu að velja hollari kostinn. Slepptu fyrirfram unnum mat og borðaðu hreinan mat.

Heimild: naturalnews.com