Fara í efni

Örbylgjuofninn – 5 mýtur og staðreyndir um þennan „geim“ ofn

Þegar örbylgjuofninn kom fyrst á markað þá var hann oftast kallaður „space oven“ og hafa allskyns mýtur sem ekki eru sannar farið á flug um örbylgjuofninn.
Örbylgjuofninn – 5 mýtur og staðreyndir um þennan „geim“ ofn

Þegar örbylgjuofninn kom fyrst á markað þá var hann oftast kallaður „space oven“ og hafa allskyns mýtur sem ekki eru sannar farið á flug um örbylgjuofninn.

En hvað er satt og hvað er logið ?

Mýta: Örbylgjuofn eyðir helstu næringarefnum úr mat

Nei, þú þarft ekki að hafa miklar áhyggjur af því að örbylgjur séu að skemma næringu í matnum þínum. „Það er ekkert hættulegt að hita mat í örbylgjuofni og hann skemmir ekki næringarefnin í matnum,“ segir David Katz, MD, en hann vinnur við Yale University.

Í raun þá getur öll eldun á mat breytt honum og næringarefnum sem hann inniheldur. C-vítamín, omega-3 og sum andoxunarefni eru meira viðkvæm fyrir hita en önnur næringarefni segir Dr.Katz.

Næringarefnin úr grænmeti geta „lekið“ út í vatnið sem þú sýður það í. Og þar sem þú notar miklu minna vatn þegar þú eldar grænmeti í örbylgjuofni þá er miklu minni hætta á að tapa næringarefnum úr grænmetinu.

Staðreynd: Passaðu þig á plastílátum

Að setja mat í örbylgjuofninn í plastíláti er algjört NEI því það getur orsakað að plastið brotnar niður og þá er hætta á að efni eins og BPA og fleiri leki inn í matinn. Þó mörg fyrirtæki framleiði plastílát sem eiga að vera örugg fyrir örbylgjuofn þá er ekki hægt að fullyrða að þau leki ekki.

Mýta: Upphitað pasta getur gert það hollara

Í nýlegri tilraun á BBC investigate health program „Trust Me, I‘m a Doctor“ kom í ljós að eftir að pasta var eldað og síðan kælt og svo hitað upp í örbylgjuofni að þá minnkuðu þau efni sem pasta inniheldur og það auk á glúkósa um 50% í blóðinu. Ástæðan, að hita pasta sem hefur verið kælt virkar eins og sterkja og kemur í veg fyrir að maginn nái að brjóta niður kolvetnin og nýta þau sem sykur. En þetta er ekki alveg marktæk tilraun því það voru bara 9 sjálfboðaliðar sem tóku þátt í þessu.

Mýta: Örbylgjuofnar elda matinn í gegn

Geislar örbylgjuofns fara ekki dýpra inn í hann en um 3 cm samkvæmt USDA. Þannig að hiti nær ekki til bita sem eru þykkir og þá er aðalega verið að tala um kjúkling og rautt kjöt því þú getur fengið matareitrun ef þannig matur er illa eldaður.

Staðreynd: Örbylgjuofnar eru öruggir

Ástæðan fyrir því að þessi litli ofn er kallaður örbylgjuofn er vegna þess að hann notar örbylgjur sem er tegund af rafsegla geislum til að hita mat. Og það er alveg af fjöllum tekið að örbylgjur geti orsakað krabbamein.

Það eina sem þær gera er að hreyfa við sameindum í mat og sú hreyfing orsakar hita. Og eitt enn, þú getur ekki fengið krabbamein með því að standa nálægt örbylgjuofni.

Heimild: time.com