Fara í efni

Óvæntar orsakir skammdegisþunglyndis

Ef þú ert að finna óþæginlega mikið fyrir skammdeginu núna, þá er sólarleysi og minni dagsbirta ekki endilega aðal ástæðan.
Það er oft dimmt og drungalegt í mesta skammdeginu
Það er oft dimmt og drungalegt í mesta skammdeginu

Ef þú ert að finna óþæginlega mikið fyrir skammdeginu núna, þá er sólarleysi og minni dagsbirta ekki endilega aðal ástæðan.

Þegar kólnar í veðri og dagsbirtan verður minni með hverjum degi er afar auðvelt að kenna því um að okkur líður ekki vel og að skapið verður þyngra. En það eru líka aðrar ástæður fyrir þessari líðan. Þannig að áður en þú dregur fram þunglyndislyfin lestu þá þetta.

Ertu að hreyfa þig nóg?

Þegar kalt er í veðri er svo auðvelt að skríða upp í sófa með teppi og kúra bara inni og trassa það að fara í ræktina. En eins og allir eiga að vita, regluleg hreyfing léttir skapið og kemur blóðinu af stað. Þú þarft ekkert endilega að  halda sömu dagsskrá í ræktinni og yfir sumartímann en nokkrir dagar í viku gera gæfumuninn. Svo er líka afar hressandi að taka göngutúr í hverfinu þó það sé kalt. Fyrir vikið færðu rauðar kinnar og fyllir líkamann af súrefni.

Við sem búum á landi eins og Íslandi eigum að notfæra okkur snjóinn þegar hann kemur, fara á skíði og skauta til að hrista aðeins upp í okkar venjulegu æfingar rútínu.

Ertu með áhyggjur af peningum?

Jólin nálgast óðfluga og þeim fylgja oft peninga áhyggjur. Þú ferð yfir á kreditkortinu og launin hverfa út af bankareikningnum. Áður en þú ferð að hlaða á þig reikningum, spáðu þá í því hvort rándýrar gjafir séu virkilega nauðsynlegar! Ekki grafa þig niður í skuldir bara þó svo jólin séu að koma.

Eru skuldbindingar að mæta í fjölskylduboðin að fara með þig?

Jólin er nú hátíð fjölskyldunnar. Allir koma saman í boðum og borða góðan mat. En það getur stundum verið "drama" í svona boðum. Og veistu, þú ræður alveg sjálf hvort þú farir í þessi boð eða ekki. Ef þau vekja hjá þér kvíða og stress ættir þú kannski að sleppa einhverjum af þeim og velja bara þín uppáhalds.

Ertu að borða rétt?

Að raða í sig fitandi hátíðarmat sem þú ert ekki vön að borða nema einu sinni á ári er ekki hollt. Þú ert jafnvel að sleppa því sem þú ert vön að borða, eins og góðum morgunverði og öllu grænmetinu og hollustunni sem þú hefur sett á þinn persónulega matseðil yfir árið. Þessi þungi hátíðarmatur gefur líkamanum enga orku, heldur er hann orku þjófur.

Góð regla er að ef þú ert að fara í matarboð að kvöldi til, borðaðu þá bara ávexti, grænmeti og léttar máltíðir yfir daginn. Andoxunar efnin, trefjarnar og próteinið mun fylla líkamann af orku og hjálpa þér að halda sönsum eftir þunga hátíðarmáltíð.

Finnst þér þú vera útundan í fjölskylduboðum?

Á meðan sumir hafa í nógu að snúast í kringum jólahátíðina, fara í boð, hitta fjölskylduna, fara á jólahlaðborð og hvað eina að þá eru aðrir sem hafa minna fyrir stafni. Oftast á þetta nú frekar við þá sem eru einhleypir eða þá sem búa langt frá nánustu fjölskyldu. Jólin geta verið afar erfið fyrir þá sem eru einir. Sumir kjósa auðvitað að taka hátíðina til að vera í fríi og friði á meðan aðrir kæra sig ekki um að sitja einir og eru dugleg að fara út á meðal fólks. Það er t.d fallegt góðverk að fara á elliheimili og bjóðast til að lesa fyrir þá sem þar búa.

Ertu orðinn eins og einbúi?

Kuldinn úti og jafnvel ófærð er fullkominn afsökun til að vera bara heima og gera ekki neitt. Náttfötin eru of þæginleg og væmnar jólabíómyndir í sjónvarpinu. Þetta er ekkert hollt fyrir þig, komdu þér í föt og út á meðal fólks.

Eru væntingarnar of miklar?

Hamingjan veltur oft á væntingum okkar til lífsins. Ekki byggja upp skýjaborgir í huganum.  Lífið er ekki fullkomið þó það séu jól.