Fara í efni

Papaya papaya – hvað veist þú um þennan magnaða ávöxt?

Papaya er afar gott fyrir húðina og má bera hann á andlitið. Hann hjálpar einnig til við að losna við filapensla og bólur.
Magnaður ávöxtur
Magnaður ávöxtur

Papaya er afar gott fyrir húðina og má bera hann á andlitið. Hann hjálpar einnig til við að losna við fílapensla og bólur.

Papaya er ávöxtur sem er ríkur af trefjum og hefur hann einnig þau áhrif að lækka kólestról. Hann inniheldur ensími sem eru afar góð fyrir meltinguna.

Andoxunarefnin í papaya halda húðinni unglegri lengur. Það fílum við.

Papaya inniheldur fáar kaloríur og er því tilvalinn í mataræðið ef þú ert að losa þig við nokkur kíló.

Fyrir ófrískar konur, þá er ein sneið af papaya afar góð til að sporna við morgunógleði.

Í papaya eru A og C-vítamín og þau efla ónæmiskerfið. Ef þú finnur að kvefpest sé í bígerð skaltu skella í þig papaya.

Sjampó sem innihalda papaya eru frábær vörn gegn flösu.

Papaya getur meira að segja haft áhrif á túrverki og kemur reglu á blæðingar.

Einn papaya ávöxt á viku, skelltu honum í salatið eða skerðu í sneiðar og hafðu sem meðlæti eða millibita yfir daginn. Hann er einnig afar góður í smoothie.

Heimild: healthdigezt.com