Fara í efni

Sænska Eleanoragruppen með námskeið á Íslandi

Lausnin-fjölskyldumiðstöð kynnir námskeið í samstarfi við Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd : Vinna með börnum og unglingum sem alast upp við erfiðar/óheilbrigðar aðstæður. Námskeiðið verður haldið verður föstudaginn 30. janúar af forsvarsmönnum Eleanoragruppen frá Svíþjóð (Fyrirlestrar verða á ensku). Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi atriði:
Sænska Eleanoragruppen með námskeið á Íslandi

Lausnin-fjölskyldumiðstöð kynnir námskeið í samstarfi við Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd :

Vinna með börnum og unglingum sem alast upp við erfiðar/óheilbrigðar aðstæður.

Námskeiðið verður haldið verður föstudaginn 30. janúar af forsvarsmönnum Eleanoragruppen frá Svíþjóð (Fyrirlestrar verða á ensku). 

Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi atriði:

  • Afleiðingar fyrir börn að alast upp í alkóhólísku umhverfi eða vanvirku fjölskyldumynstri.
  • Af hverju þurfa börn úr alkóhólískum / vanvirkum fjölskyldum aðstoð?
  • Klínískt starf með börnum og unglingum; meðferð/stuðningshópar og einstaklingsráðgjöf.
  • Börn sem hvetjandi afl fyrir foreldrana.
  • Mat og niðurstöður Eleonoragruppen á starfi sínu með börnum.

Fyrirlesarar eru Gun Lanneström og Anne-Sofie Alnén sem báðar eru menntaðar í félagsfræðum og hafa að auki viðbótamenntunnar í tengslum við meðferðarvinnu barna og unglinga sem og fullorðinna. Þær hafa kennsluréttindi í tengslum við áhættumat og stýringu auk þess sem þær eru báðar löggildir leiðbeinendur við greiningu áfengis- og vímuefnafíknar (ADDIS). Gun og Anne-Sofie hafa starfað í meðferðargeiranum í um 40 ár og stofnuðu Eleanoragruppen árið 1996. Eleanoragrouppen er einkarekin göngudeildarmeðferð sem sérhæfir sig í alkóhólískum- og fíkniefnatengdum vandamálum.  Á meðferðastöðinni starfa fimm ráðgjafar sem vinna með aðstandendur alkóhólista, allt frá börnum frá fjögurra ára aldri, táninga og fullorðna. Um það bil 450 manns nýta sér meðferð Eleanoragruppen á ári hverju, bæði börn, unglingar og fullorðnir.

„Í tæpa tvo áratugi hafa Gun og Anne-Sofi öðlast traust og virðingu Félagsmálastofnunar Linköpin og Félagsmálastofnana nærliggjandi sveitafélaga. Þær hafa einnig átt afar gott samstarf við skólanna á svæðinu og aðrar stofnanna sem vinna að velferð barna.“

„Eleonoragruppan er á samningi við Félagsmálastofnun Linköping, það hefur í för með sér að þeir sem eru aðstandendur áfengis – og vímuefnaneitenda, börn eða fullorðin og þurfa að fá aðstoð, geta leitað beint til Eleonoragruppen og fengið aðstoð þar.“

„Starf Eleonoragruppen er sífellt í vexti. Að mínu mati kemur þar til dýrmæt reynsla þeirra Anne-Sofie og Gun, metnaður þeirra og brennadi áhugi fyrir stöðu barna í samfélaginu og að auki góð þekking þeirra sem þær halda stöðugt og vel við.  Ég hvet ykkur eindregið að gefa þessum góðu konum tíma ykkar eina dagstund og hlusta á það sem þær hafa fram að færa.”

Anna Sigríður Pálsdóttir

Það er vel þekkt að fjölskyldur sem tengjast alkahólisma eru að takast á við margflókin verkefni sem tengjast sjúkdómnum. Börn og unglingar sem alast upp innan slíkra fjölskyldna þurfa á hjálp að halda og reynsla Eleanoragruppen er í takt við rannsóknir á þessu sviði sem leitast við að greina helstu vandamál barna og unglinga í þessari stöðu. Algengustu vandamálin eru:

  • Tilfinningaleg og líkamleg vandamál.
  • Óeðlileg ábyrgð/sektarkennd.
  • Of litlar eða rangar upplýsingar – ranghugmyndir.
  • Vandamál í tengslum við líkamleg, sálræn, vitsmunaleg og andleg mörk.

Það mikilvægasta sem starfsfólk Eleanoragruppen hefur lært af vinnu sinni með börnum og unglingum er hve alvarlegar afleiðingar eru á öllum ofangreindum sviðum og hve mikil áhrif afleiðingarnar hafa á líf okkar sem fullorðið fólk. Það sýnir mikilvægi þess að aðstoða börn og unglinga í formi meðferðar sem leitast við að breyta hugarfari sem tengist þeim vandamálum sem skapast hafa innan fjölskyldunnar. Slík meðferðarvinna leitast við að vinna með eftirfarandi þætti:

  • Draga úr sektarkennd og óeðlilegri ábyrgð.
  • Veita stuðning.
  • Veita von.
  • Sannfæra um að það sé í lagi að tala um erfiða og þunga hluti.
  • Uppfylla þarfir barnsins/unglingsins.
  • Skilgreina mörk.
  • Veita möguleika á að vinna úr erfiðri reynslu.
  • Unglingar skoða eigin drykkju til þess að greina möguleg vandamál í tengslum við hana.

Markmið námskeiðsins er að miðla af yfirgripsmikilli reynslu stofnenda Eleanoragruppen og gera þátttakendum betur kleift að greina og vinna að vandamálum tengdum alkahólisma. Störf Eleanoragruppen hafa skilað góðum árangri og í takt við aðrar rannsóknir á þessu sviði. Niðurstaða ráðgjafarinnar hefur verið að börn og unglingar upplifa létti, sektarkenndinni léttir og þeir öðlast meira frelsi gagnvart vandamálum fjölskyldunnar. Sjálfsmynd þeirra batnar og þeir öðlast hæfni til að tjá sig um alvarleg vandamál. Traust gagnvart fullorðnum batnar og flestir öðlast von um að lífið geti orðið betra. Einnig hefur meðferðin leitt til þess að fjöldi foreldra hefur leitað eftir hjálp og hafið bata í kjölfar þess að börn þeirra tóku þátt í meðferð.

„Við fórum 2 ráðgjafar, til Svíþjóðar, gagngert til að læra hjá Eleonoragruppen, með það fyrir augum að hefja ráðgjöf hér heima ætlaða börnum alkóhólista, einnig tókum við þátt í ótrúlega áhrifamiklu og gjöfulu námskeiði fyrir aðstandendur”.

„Strax  við komuna urðum við hrifnar  Námskeiðin fyrir börnin,  grundvallast á aðferðum „Börn eru líka fólk“ og allt miðast við að mæta börnunum þar sem þau eru stödd hverju sinni”.

„Hrifning mín á Eleonoragruppen hefur ekkert dvínað með árunum og reynslunni nema síður sé, þar eru hlutirnir faglegir og  unnir með tillitsemi”.

 Edda V. Guðmundsdóttir.  Fyrrv. Forstöðukona Dyngjunnar.

Að vinna með börn sem búa við erfiðar/óheilbrigðar aðstæður.

Dagskrá:

9.00-12.00  -Kynning á Eleonorahópnum, hver við erum og hvað við gerum. Bakgrunnur og fræðilegur grundvöllur.-Afleiðing fyrir börn alkóhólista- eða annarra vanvirka fjölskyldumynstra. –Af hverju þurfa börn og unglingar frá alkóhólískum/vanvirkum fjölskyldum hjálp?

12.00-13.30  -Hádegishlé

13.30-16.30  -Klínísk vinna með börn og unglinga: meðferð/stuðningshópar og einstaklings ráðgjöf.  Dæmi frá okkar meðferðarstað.  > Börn sem (hvata þáttur) hvati fyrir foreldra.  > (Fram)þróun og niðurstaða af vinnu okkar með börnum.

Verð námskeiðsins er: 14.000.-   Námskeiðið fer fram á ensku.

Þú getur skráð þig HÉR