Fara í efni

Sérhannað námskeið um ofnæmisfæði

Astma- og ofnæmisfélag Íslands (AO) fyrirhugar að halda námskeið um ofnæmisfæði í byrjun næsta árs.
Fæðuóþol
Fæðuóþol

Astma- og ofnæmisfélag Íslands (AO) fyrirhugar að halda námskeið um ofnæmisfæði í byrjun næsta árs. Námskeiðið er hannað af AO, með þarfir skjólstæðinga félagsins í huga og er markhópur námskeiðsins fólk sem starfar í eldhúsum leikskóla, skóla, annarra stofnana og fyrirtækja, sem og starfsmenn í mötuneytum, á veitingahúsum. Einnig getur starfsfólk í matvælaframleiðslu  notið góðs af því að taka þátt í námskeiðinu. 

Hugmyndin að námskeiðinu kviknaði í samræðum við foreldra ofæmisbarna og fullorðna einstaklinga með fæðuofnæmi og –óþol en þeim finnst gjarnan að öryggi og þekking sé oft ekki nægjanlegt.

Megin markmiðið með námskeiðinu er að bjóða upp á faglega fræðslu um fæðuofnæmi, alvarleika þeirra og hvernig tryggja megi góða og holla næringu. Lífsgæði þessara einstaklinga eru oft verulegu skert og því verður farið í það hvernig tryggja megi félagslega þátttöku þessara einstaklinga í skóla og frístundastarfi. Að lokum verður boðið upp á verklega kennslu í matargerð og skapaður grundvöllur fyrir umræðum og skoðanaskiptum.

Það vantar aðgengilega fræðslu á þessu sviði og sér í lagi frá hendi þeirra sem hafa reynsluna báðum megin borðsins og hafa skilning á því hversu flókið það er að tryggja öruggt fæði fyrir barn með fæðuofnæmi og önnur ofnæmi.

Námskeiðið er opið öllum sem vilja auka þekkingu sína er snýr að fæðuofnæmi og –óþoli en leiðbeinendur er fagfólk á sviði næringar og matargerðar auk áhugasamra einstaklinga innan raða AO og Selíak og glútenóþolssamtaka Íslands. Námskeiðið verður auglýst í byrjun desember á heimasíðu AO www.ao.is og á www.seliak.is þar sem jafnframt kemur fram hvernig námskeiðið er sett upp og hvar hægt er að skrá sig.