Fara í efni

Sigrast á kvefinu með kjúklingasúpu

Að meðaltali fær hver einstaklingur kvef tvisvar til fjórum sinnum á vetri. Kvef er hvimleitt, því fylgja hnerraköst, stíflað nef, særindi í hálsinum, þreyta og slappleiki. Eldra fólki er hættara við kvefi en þeim sem eru yngri.
Já lasleiki og kjúklingsúpan eru þekkt fyrirbæri
Já lasleiki og kjúklingsúpan eru þekkt fyrirbæri

Að meðaltali fær hver einstaklingur kvef tvisvar til fjórum sinnum á vetri. Kvef er hvimleitt,  því fylgja hnerraköst, stíflað nef, særindi í hálsinum, þreyta og slappleiki. Eldra fólki er hættara við kvefi en þeim sem eru yngri.

Kvef orsaskast af veirusýkingu, og berst hratt á milli manna með andardrætti  en það getur líka smitast með snertingu. Þeir sem eru kvefaðir ættu því að gæta ítrasta hreinlætis.

Það er ýmislegt hægt að gera til að draga úr líkunum á því að fá kvef. Númer eitt er að borða hollan mat, sofa í sex til átta tíma á nóttu, forðast stress, og ekki vinna þangað til fólk er örmagna. Lélegt mataræði, svefnleysi, stress og þreyta getur veikt ónæmiskerfi líkamans og gert fólk útsettara fyrir kvefi.

Fólki er gjarnan ráðlagt að taka bætiefni, D3 vítamín í töfluformi er eitt af þeim. Annað vítamín sem gjarnan er talið gagnast í baráttunni er C vítamín. Það er að finna í appelsínum en rauð paprika er líka góður Cvítamín gjafi.

Grænt te er talið gagnast í baráttunni gegn kvefi en því er að finna efni sem styrkja ónæmiskerfið. Hvítlaukur er sömuleiðis talinn hafa veiru- og bakteríudrepandi áhrif og geta komið í veg fyrir sýkingar af völdum þessara sýkla.

Ef fólk hefur smitast af kvefi getur kjúklingasúpa hjálpað upp á sakirnar, vísindamenn sem hafa rannsakað áhrif kjúklingasúpu á kvefað fólk hafa komist að því að hún getur dregið úr nefstíflum, hósta og hnerrum.

Heimild: lifdununa.is