Fara í efni

Spírur eru formelt fæði og auka orku

Með því að spíra fræ þá aukast ensím, vítamín og steinefni fræsins.
Hollar spírur
Hollar spírur

Með því að spíra fræ þá aukast ensím, vítamín og steinefni fræsins. Ensímríkt fæði er auðmelt þar sem það auðveldar upptöku næringarefnanna fyrir líkamann.

Með spírun brotna prótein niður í amínósýrur, kolvetni niður í einsykrur, fita í fitusýrur o.s.frv.

Spírun brýtur næringarefnin niður í það form sem líkaminn getur nýtt sér og tekur upp í gegnum slímhúð meltingarfæranna.

Með neyslu spíraðrar fæðu eyðir líkaminn þannig ekki orku né eigin emsímforða til að brjóta niður fæðuna heldur tekur næringarefnin beint upp.

Þá eru spírurnar próteinríkar, lágar í fitu, án kólesterols og vítamínríkar og innihalda ríkuleg jurtaefni sem hafa góð áhrif á heilsu.