Fara í efni

Spurðu sérfræðinginn – spurningar og svör er varða skoðun hjá húðsjúkdómalækni í tengslum við húðkrabbamein

hversvegna skiptir það svona miklu máli að fara reglulega til húðsjúkdómalæknis í blettaskoðun?
Skoðun hjá húðskjúkdómalækni
Skoðun hjá húðskjúkdómalækni

Spurning: hversvegna skiptir það svona miklu máli að fara reglulega til húðsjúkdómalæknis í blettaskoðun?

Að greina húðkrabbamein snemma getur verið spurning á milli lífs eða dauða. Ef húðkrabbamein er greint snemma er næstum alltaf hægt að lækna það. Þau sem finnast síðar er erfiðara að meðhöndla.

Spurning: þarf ég að afklæðast alveg og í hverju felst alhliða líkamsskoðun?

Já þú þarft að fara úr öllu en ferð í slopp. Það má biðja hjúkrunarfræðing að vera viðstadda þegar þú afklæðir þig ef þér finnst erfitt að gera það með bara læknirinn í herberginu.

Sumir sjúklingar fara ekki úr sokkum, eða hafa hárið í teygju.

Þú getur fengið húðkrabbamein allstaðar sem þú hefur húð – á milli tánna, á bakvið eyrun, á rassinum, í náranum eða á kynfærum.

Konur eiga alls ekki að mæta með farða í svona skoðun né naglalakk.

Ef þú hefur sett hárið í teygju skaltu taka hana úr fyrir skoðun, þá er auðveldara að rannsaka hársvörðinn.

Þetta tekur um 15 til 20 mínútur. Læknirinn rannsakar alla húðina á þér og notar við það sérstakt stækkunargler með ljósi.

Spurning: hvaða spurningum get ég átt von á frá lækninum?

Læknirinn mun vilja vita ef einhver í fjölskyldunni hafi fengið húðkrabbamein, því það getur aukið á líkur á því að þú getir fengið það.

Þú ert einnig spurð hvort þú notir ljósabekki, og ef þú gerir það, þá hversu oft. Einnig er spurt út í hversu mikið þú liggur í sólbaði og hvort þú notir sólarvörn.

Þú ert spurð hvort þú notir einhver lyf því sum lyf gera húðina viðkæma fyrir sólinni. Hérna borgar sig að vera mjög hreinskilin.

Spurning: hvað gerist ef læknirinn finnur eitthvað óvenjulegt? Tekur hann sýni?

Þegar þú mætir í skoðunina skaltu búast við því að það gæti verið tekið húðsýni. Það tekur enga stund og er einföld aðgerð.

Það er notuð deyfing og tekið lítið húðsýni. Það er síðan rannsakað undir smásjá.

Ef að húðsýnið sem tekið var sýnir húðkrabbamein þá er restin af því fjarlægð. Ef að frekari frumur finnast þá eru þær einnig fjarlægðar ef nauðsyn þykir. Læknirinn gæti líka tekið mynd af svæðinu og gefið þér tíma vikum eða mánuðum seinna til að sjá hvort eitthvað hafi breyst sem er óeðlilegt.

Spurning: hvað get ég gert heima til að fylgjast með blettum og skoða mig sjálf?

Mælt er með að allir stundi sjálfsskoðun einu sinni í mánuði. Leitaðu að nýjum fæðingarblettum. Fáðu einhvern til að aðstoða þig við að skoða bakið og hársvörðinn.

Heimild: skincancer.org