Fara í efni

Tannverndarvika 2015 – Sjaldan sætindi og í litlu magni

Embætti landlæknis stendur fyrir árlegri tannverndarviku 2. til 7. febrúar 2015 í samstarfi við Tannlæknafélag Íslands.
Pössum tennurnar okkar - þessar eru falskar
Pössum tennurnar okkar - þessar eru falskar

Embætti landlæknis stendur fyrir árlegri tannverndarviku 2. til 7. febrúar 2015 í samstarfi við Tannlæknafélag Íslands.

Tannverndarvikan þetta árið er helguð því að kynna landsmönnum mikilvægi þess að draga úr sykurneyslu undir kjörorðinu Sjaldan sætindi og í litlu magni.

Að þessu tilefni kynnir Embætti landlæknis nýjan vef, www.sykurmagn.is, sem verður opnaður formlega í upphafi Tannverndarviku, 2. febrúar 2015. Á vefnum er að finna myndrænar upplýsingar um viðbættan sykur í ýmsum matvælum, einkum sætindum og sykruðum gos- og svaladrykkjum.

Með hjálp vefsins geta foreldrar hjálpað börnum sínum að læra að velja æskilegar vörur með minna magni af viðbættum sykri en aðrar sambærilegar vörur. Þá mun vefurinn einnig nýtast í kennslu.

Annar liður í tilefni Tannverndarviku er útgáfa myndbandsins Sykur á borðum. Í því er litið inn hjá fjölskyldu sem ætlar að eiga notalega stund við sjónvarpið. Myndbandið verður aðgengilegt á vef Embættis landlæknis á síðunni Tannvernd.

Tannverndarvika 2015 hefst formlega með dagskrá í Hagaskóla í Reykjavík, mánudaginn 2. febrúar 2015, kl. 11:00.

DAGSKRÁ 

  • Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, setur samkomuna.
     
  • Birgir Jakobsson landlæknir opnar vefinn www.sykurmagn.is og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Embætti landlæknis, sýnir hvernig vefurinn virkar.
     
  • Myndbandið Sykur á borðum frumsýnt.
     
  • Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, kynnir vinnu félagsins með grunnskólum landsins á komandi dögum.
     
  • Myndbandið 45 GRÁÐUR, útgefið af Tannlæknafélagi Íslands, sýnt.
     
  • Jón Jónsson tekur lagið.
     

Hólmfríður Guðmundsdóttir tannlæknir
Jóhanna Laufey Ólafsdóttir tannfræðingur
verkefnisstjórar

Heimild: landlaeknir.is