Fara í efni

Það segir eitt og annað um perónuleikann ef þú nagar á þér neglurnar

Ég var alveg rosaleg hér á árum áður. Ég nagaði á mér neglur og táneglur, já ég er ekki að grínast.
Það segir eitt og annað um perónuleikann ef þú nagar á þér neglurnar

Ég var alveg rosaleg hér á árum áður. Ég nagaði á mér neglur og táneglur, já ég er ekki að grínast.

Ég er hætt að naga neglur í dag en ég er mikið í að kroppa skinnið í kringum þær alveg í tætlur, hvers vegna ætli ég geri það?

Kannski þessi grein geti útskýrt það fyrir mér, sjáum til.

 

Ég fékk iðulega að heyra „hættu að naga á þér neglurnar“ og „ekki vera alltaf með hendurnar upp í þér“.

En það sem ég veit er það að naga neglurnar er ekkert endilega tengt stressi eða einhverri taugaveiklun.

Það sem í ljós er komið varðandi þá sem naga á sér neglurnar er að þeir eru fullkomnunarsinnar.  

Vísindamenn við Háskólann í Montreal gáfu nýlega út niðurstöður rannsóknar í the Journal of Behavior Therapy and Esperimental Psychiatry og þar kemur fram að þeir sem hafa þennan leiðindar ávana að naga neglur eða fikta mikið í hárinu á sér, eru með fullkomnunaráráttu.

hh

Í þessa rannsókn voru fengnir 48 aðilar, helmingurinn af þeim nagaði á sér neglurnar en hinn helmingurinn hafði ekki þennan ávana.

Þátttakendur voru spurðir spurninga eins og hversu oft þeir upplifðu það að leiðast eða reiðast, sektarkennd, pirring eða kvíða.

Síðan var hver þátttakandi settur í aðstöðu sem myndi ögra ákveðnum tilfinningum, eins og slökun, stressi, gremju og leiða.

Þeir sem áttu við áráttukennda hegðun að stríða fengu sterka tilfinningu til að naga neglur, sem dæmi, ef þeim var hamlað að klára ákveðið verkefni á réttum tíma eða ef þeim leiddist þegar þau voru skilin eftir ein í herbergi í 6 mínútur.

„Við viljum meina að einstaklingar með þessa endurteknu hegðun séu fullkomnunarsinnar, og þá eigum við við að þeir eru ófærir um að slaka á og framkvæma verkefni á eðlilegum hraða“ sagði Dr.Kieron O´Connor sem leiddi þessa rannsókn.

„Þar af leiðandi eru þessi einstaklingar meira líklegir til að vera pirraðir og óþolinmóðir þegar þeir ná ekki að klára sín verkefni eða ná ekki settu takmarki. Þeir finna einnig meira fyrir leiða þ.e þeim leiðist oftar“.

Þessir einstaklingar setja sér þess vegna ný takmörk, eins og að vera viss um að allar neglurnar séu jafnlangar, og passa að naglaböndin séu í fullkomnu lagi.

En þegar þessir ávanar/kækir eru farnir að hafa áhrif á daglegt líf þá eru þeir orðnir að röskun – sem að betur fer eru til meðferðir við.

Samkvæmt Dr. O´Connor þá eru tvær leiðir í boði, atferlismeðferð sem felur í sér að einstaklingur þarf að skipta út ávananum að naga neglur með einhverju öðru sem vekur athygli hans, eða sú nálgun er tekin að greina þarf undirliggjandi ástæðu fyrir þeirri hegðun að naga sífellt á sér neglurnar.

Kannski núna þegar við höfum allar þessar upplýsingar, þá getum við sem erum nagarar, kropparar og hárfiktarar minnt okkur sjálf á að við þurfum ekki að skemma á okkur neglur eða hár til að klára verkefni.

hh

Heimild: mindbodygreen.com