Fara í efni

Þetta þarft þú að vita um þynnkuna

Fékkstu þér aðeins of marga í gærkvöldi?
Þynnkan er ekki spennandi félagi
Þynnkan er ekki spennandi félagi

Fékkstu þér aðeins of marga í gærkvöldi?

Hérna eru góð ráð til að losna við hausverkinn og ólgur í maga á þynnkudeginum.

Gleymdu því að fá þér afréttara, hann gerir bara illt verra því þynnkan eltir þig uppi þrátt fyrir glas af Bloody Mary eða einn bjór.

Taktu frekar vítamínin þín. Má nefna að B6, B12 og önnur vítamín og steinefni eru fljót að hverfa úr líkamanum eftir margar klósettferðir nóttina áður sökum drykkju. Að dúndra í sig þessum vítamínum og steinefnum flýtir fyrir „bata“.

Ef þú þarft að taka verkjatöflu þá skaltu fá þér Ibufen og helst taka tvær áður en þú ferð að sofa.

Svo er auðvitað besta ráðið, það er að sofa sofa sofa….sofa úr sér þynnkuna ef þú getur.

Einnig eru eggin góð, hvort sem þú skellir þeim í þig hráum eða elduðum. Í eggjum er cysteine sem aðstoðar lifrina við að vinna úr áfenginu frá því kvöldið áður

Slepptu alveg að fá þér kaffi. Koffein þrengir æðarnar en þær eru nú þegar í hálfgerðu sjokki eftir áfengisdrykkjuna. Einnig er hátt sýrustig í koffeini og það fer ekki vel í magann ef hann er viðkæmur fyrir.

Það þarf líka að muna að drekka vökva, hvort sem það er orkudrykkur, kókósvatn, eða bara vatn úr krananum að þá skiptir það mestu máli til að ná sér eftir áfengisdrykkju að fylla aftur á vatnsbirgðir líkamans.

Og já..skelltu í þig banana, þegar þú drekkur þá tapar þú kalíum úr líkamanum og á þær birgðir þarf að fylla.

Annars er auðvitað bara best að sleppa því að drekka áfengi og vakna alla morgna hress og kát.